Saga - 1973, Page 60
56
ÓLAFUK ODDSSON
Þar var kominn Jón Árnason í Flugumýrarhvammi. Hann
kvaðst hafa slegizt í förina „af bræðraskap við sveitunga
sína“. Hann sagðist fyrir sitt leyti ekki hafa haft neina sök
á móti amtmanninum, en orðin, „áður en verr fer“, kvaðst
hann hafa skilið svo: „Áður en menn neyddust til að
klaga hann“. Hann neitaði að taka þátt í kostnaði við
rannsókn þessa, með því að hann sæi ekki, að ferð sín
hefði verið ólögleg.
Sama dag var réttur settur á Yztu-Grund. Þar kom fyrir
réttinn Jónas Jónsson „eftir undirlagi dómarans“. Orðin,
„áður en verr fer“, skýrði Jónas svo: „Áður en umkvörtun
yrði gjörð yfir amtmanninum“. Hann sagði, að ósk „al-
þýðu“, risin vegna óánægju með amtmann, hefði dregið sig
til fararinnar. Hann kvaðst ekki vera reiðubúinn að taka
þátt í kostnaði við rannsókn þessa.
ólafur Guðmundsson bókbindari kom að lokum fyrir
réttinn, og var framburður hans mjög á sama veg og
framburður Jónasar. ólaf minnti þó, að Egill Gottskálks-
son hefði einn verið tilnefndur til þess að sjá um, að
Norðurreið færi siðsamlega fram.
Ekki virðist þinghaldið hafa verið mjög formlegt, er tveir
hinir síðast nefndu komu fyrir „réttinn". Gísli Konráðsson
segir svo frá:
Hann fann Jónas bónda Jónsson á Þverá á engjum,
og fékk ei af honum meira. Að Yztu-Grund elti hann
einn inn í eldaskála, er sótti eld í smiðju. Hét sá ólafur
Guðmundsson, og svaraði hann nokkrum spurningum
Briems. Reið Briem við það til Hóla og heim norður.97
Þar með var rannsókninni lokið. Nokkru síðar komst
sá orðrómur á kreik í Skagafirði, „að heyja skyldi féráns-
dóma“ á eignum Norðurreiðarmanna til að greiða kostnað
við rannsóknina. Segir Gísli Konráðsson, að þá hafi verið
ákveðið, ef svo færi, að hver skyldi „verja oddi og eggju
með öðrum eigur sínar“, og buðust til þess margir, er áður