Saga - 1973, Page 61
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 57
höfðu engan þátt tekið í málum þessum. Var þá fallið frá
þessari fyrirætlan.
Norðurreiðarmenn höfðu í réttarhöldunum gefið í skyn,
að þeir myndu birta ástæður sínar fyrir reiðinni á prenti,
ef þess yrði krafizt. Eggert Briem hafði og hvatt Gísla til
þess, að það yrði gert. Um göngur var ákveðinn fundur
á Húsabakka. Komu þar saman hinn 20. september 1849
Jón Samsonarson, Gísli Konráðsson, Tómas Tómasson,
Sigurður Guðmundsson og Sölvi Guðmundsson. Voru þar
ritfærðar orsakir Norðurreiðar, en margt „ósæmilegt“ und-
anfellt. Var hlífzt við að nefna margt, „er fullsanna mátti“,
vegna þess að amtmaður var látinn. Síðan tók Gísli
fjögur eftirrit af skjalinu. Skyldi einu komið til Eggerts
Briems. Annað átti að senda Þjóðólfi, en hið þriðja utan,
ef eigi fengist prentun í Þjóðólfi, en það birtist síðan þar
15. marz 1850.9 8
Ýmislegt bendir til, að Eggert sýslumaður hafi ekki tekið
rannsóknarstarf sitt of hátíðlega. Kemur það víða fram í
ævisögu Gísla Konráðssonar, að Eggert hefur jafnvel haft
gaman af eldmóði bændanna. Hann hlær að tilsvörum
þeirra og bregður á gaman, þótt slíkt komi auðvitað ekki
fram í dómsskjölum. Sagt var og, að Eggert safnaði
kviðlingum um þessi mál og hefði gaman af. Hér má minna
á, að Eggert var sonur Gunnlaugs Briems, er lent hafði
í deilum við Grím. Kann það að hafa haft áhrif á Eggert,
og honum hefur líklega fundizt, að Norðurreiðarmenn hafi
ekki að ástæðulausu kvartað undan Grími. Eggert var og
vinsæll maður. Sjá má af hinum mörgu vísum, sem skag-
firzkir hagyrðingar ortu um Norðurreið og eftirmál henn-
ar, að þeim var miklu verr við Þórð Jónasson en Egg-
ert, en hann fær jafnvel sums staðar hrós fyrir framkvæmd
^annsóknarinnar.
Ýmsum heldri mönnum fannst lítið til rannsóknar Egg-
erts koma. Séra Árni Helgason segir eftirfarandi 29. sept.
1849 í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar, en þar tekur hann
UPP úr bréfi séra Halldórs í Glaumbæ: