Saga - 1973, Page 62
58
ÓLAFUR ODDSSON
Hvernig' Briem hefir gengið rannsóknin veit eg ekki
fullkomlega, en það hefi eg heyrt, að mjög fáum hafi
hann náð til viðtals, og þeir fáu hafi verið tregir og
viljalitlir að segja mikið. Á þingstöðum þar sem mæta
skyldi, fann hann oftast engan mann, en náði á hlaupum
þeim sem hann gat yfirheyrt."
Séra Jón Hallsson í Goðdölum var einnig lítt hrifinn
af rannsókninni. Hann segir 4. febrúar 1850 í bréfi til
Brynjólfs Péturssonar, að hún hafi því miður ekki verið
„nema til málamindar, eda máské réttara sagt: til ad stæla
uppí þeím strákinn“.100
Að lokum má hér geta ummæla Rosenörns stiftamtmanns,
en hann segir í ævisögubroti sínu, að í ljós hafi komið,
þrátt fyrir skipanir sínar, að hvorki Þórður Jónasson
né Eggert Briem hefðu þorað að framkvæma rannsókn
Norðurreiðar „med Alvor“.
XIII. Urslcurður stjórnvalda.
Hinn 4. október 1849 skrifaði Þórður Jónasson dóms-
málaráðuneytinu bréf um Norðurreið. Hann segir, að þetta
mál hafi vakið almenna athygli, einkum vegna þess, að amt-
maðurinn hafi dáið stuttu eftir förina. Þess háttar mót-
mælaaðgerðir hafi auk þess verið áður óþekktar hér á
landi, þar sem sambandið milli yfirvalda og þegna hafi yfir-
leitt hingað til verið gott. Þessi mótmælaför (Demon-
stration) hafi þó hlotið mjög misjafna dóma, því að sumir
hafi álitið hana löglega notkun málfrelsis, en aðrir refsi-
verða misnotkun þess og fordæmi enn háskalegri atburða.
Hann kveðst hafa snúið sér til Lárusar Thorarensens sýslu-
manns 28. júlí um framkvæmd rannsóknar, en svar hans
hafi borizt 4. ágúst, og þar hafi hann færzt undan af-
skiptum af málinu vegna veikinda. Þórður segist þá hafa
falið Eggerti Briem rannsókn þessa máls 8. ágúst, en
hafa fengið skýrslu hans 2. október. Þórður kveðst senda