Saga - 1973, Page 63
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 59
skýrslu Eggerts um rannsóknina, til þess að ráðuneytið
geti dæmt um málið í heild sinni og því næst ákveðið, „om og
hvorvidt dens videre Forfölgning skal finde Sted“.
Þórður kveðst síðan leyfa sér að gera athugasemdir um
málið. Hann bendir á, að flestir Norðurreiðarmenn hafi
neitað að koma fyrir rétt vegna þessa máls, en látið þess
í stað nægja að senda skriflega ófullkomin og óviðeigandi
svör. Því hafi rannsóknin verið sundurlaus og ófullnægj-
andi. Hann segir, að sjá megi af málsskjölum, að mót-
mælaaðgerðirnar eigi ekki rætur að rekja til réttarbrots
gagnvart Norðurreiðarmönnum, heldur hafi þeir verið
óánægðir með „det Bestaaende". Hafi þeir og haft spurnir
um, að annars staðar hafi menn gengið í berhögg við
ríkisstjórnir og yfirvöld, og þetta hafi þeir einnig viljað
framkvæma. Það hafi þá legið í hlutarins eðli að snúa
sér að amtmanninum, því að þeir hafi talið sig geta
ásakað hann um, „at det Bestaaende ikke var dem til Pas
eller svarede til deres Fordringer“. Þórður segir, að rann-
sóknin sýni, að í Skagafirði ríki sjálfræðisandi og mikill
skortur sé á virðingu fyrir lögum og rétti. Auk þess sýni
þetta mál, „at den Bevægelses- og Utilfredshedens-Aand,
som paa saa mange Maader har aabenbaret sig i Nutidens
Færd, ogsaa har naaet her til“. Neitun manna að koma
fyrir rétt hljóti að teljast hættuleg í landi sem þessu, því
að í henni felist, að f jöldinn hafi rétt til að ganga í berhögg
við lög og rétt, og einnig sýni hún, hversu hérlendir em-
bættismenn séu máttlausir gagnvart fjöldanum.
Þórður segir að lokum, að hætta sé á, að slíkir aburðir
endurtaki sig, og þá muni „retlig Orden være udsat her
for Fare“. Því hljóti það að vera stjórnarvöldunum kapps-
aiál að grípa í taumana í tíma og koma þar með í veg fyrir
endurtekningu slíkra atburða. Eina ráðið til að sigrast á
þessum vandamálum sé að taka upp „kraftige Forholds-
negler, og uden disse udrettes Intet“.101
Bréf dómsmálaráðuneytisins til amtmanns Norður- og
Austuramts, dagsett 17. nóvember 1849, bindur enda á