Saga - 1973, Side 64
60 ÓLAFUR ODDSSON
opinber afskipti af þessu máli. í umræddu bréfi segir
meðal annars:
I den Anledning skulde Ministeriet ikke undlade
tjenstl. at melde, að skjöndt den Adfærd, som Vedkomm-
ende ved bemeldte Leilighed have lagt for Dagen, saavel
som den af dem ved Forhörernes Optagelse udviste Op-
sætsighed, vistnok vilde have berettiget til, strax at an-
vende strengere Forholdsregler mod dem, skjönner
Ministeriet dog ikke, da Intet i saa Henseende dengang
blev foretaget, at det nu, efter saa lang Tids Forlöb, vilde
före til det tilsigtede Kesultat, at foranstalte Videre
til Sagens Forfölgning.102
Ekki voru allir ánægðir með aðgerðir í þessu máli.
Brynjólfur Pétursson segir í bréfi til Péturs, bróður síns,
dagsettu 16. marz 1850, um Þórð Jónasson:
Hann hefur annars staðið vel í stöðu sinni, nema hvað
hann var svo irresolut í málinu um heimreiðina til Gríms
sáluga, að hann gerði ekki annað enn senda það hjer
niður, þó hann mætti hafa sjeð, að úr því hann gerði
ekkert strax væri það öldungis vitlaust að taka það upp
aptur í sumar, og það vildi hann þó láta vera.103
Ingibjörg Jónsdóttir segir svo um afstöðu stjórnarinnar
í bréfi til Gríms Thomsens, dagsettu 2. september 1850:
Nú er komið svarið frá stjórninni viðvíkjandi Skaga-
fjarðarvarmennunum. Það skal vera svolátandi, að lögin
ekki geti gjört hér neitt við nú á þessum tímum, — og
er þetta nokkuð undarlegt svar og ekki friðstillandi
fyrir náunga br[óður] m[íns] sáluga. Ætli þessir
heiðursmenn í Sk[agafirði] hafi ekki eitthvert skálka-
skjól, sem dregur úr þessu við stjórnina, svo að hún miss-
ir höggsins.104