Saga - 1973, Page 65
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849
61
XIV. Afleiðingar Noröurreiðar.
Ekki verður hjá því komizt að fjalla um þau áhrif, sem
Norðurreið hafði á ýmsum sviðum. Þó er erfitt að skera
úr um, hvað megi að nokkru leyti rekja til hennar og hvað
beri að rekja til ólgunnar innanlands og erlendis.
Hinn 17. janúar 1850 gerðu skólapiltar uppreisn gegn
Sveinbirni Egilssyni, rektor Lærða skólans í Reykjavík.
Fóru þeir um allan bæinn og hrópuðu hið fræga pereat.
Einkum mun bindindisfélag skólans hafa valdið óánægju
pilta og hörkuleg afstaða rektors í þeim málum, en hug-
myndin mun sótt til erlendra fyrirmynda. Sennilegt má
telja, að Norðurreið hafi og haft örvandi áhrif á piltana.
Þá víkur sögunni að Ásmundi Jónssyni dómkirkjupresti,
en hann var tengdasonur Ingibjargar, systur Gríms amt-
manns. Ásmundur var aðalhvatamaður rannsóknar vegna
Norðurreiðar og víða hataður í Skagafirði af þeim sökum.
Hann segir í bréfi til Gríms Thomsens 3. september 1849, að
stjórnin muni líklega láta Norðurreiðarmálið niður falla,
og hann bætir við þessum spámannlegu orðum: „Og þá
á einhver von á góðu“. Hinn 10. febrúar 1850 gerðist síðan
sá einstæði atburður, að Sveinbjörn Hallgrímsson kvaddi
sér hljóðs að lokinni prédikun Helga biskups Thordarsens.
Hann kvaðst mæla fyrir hönd margra í söfnuðinum, en
þó af eigin hvötum. Hann sagði tíma til kominn að segja
sannleikann um það, að kirkjan væri nærri því tóm á
helgidögum, vegna þess að ekki heyrðist til prestsins. Því
bæði hann biskupinn og dómkirkjuprestinn að taka til
greina þá ósk safnaðarins, að hann fengi sem fyrst annan
prest.
Dómar manna urðu mjög misjafnir um þennan atburð
og varð af nokkur ólga. Fannst sumum, að kirkjan hefði
verið saurguð og töluðu um „Dómkirkjuhneyksli“, en mörg-
um þóttu þetta orð í tíma töluð. Niðurstaðan varð sú, að
séra Ásmundur fékk Odda á Rangárvöllum öðru sinni.105
Líklega má rekja meginorsakir Dómkirkjuhneykslisins