Saga - 1973, Page 66
62
ÓLAFUR ODDSSON
til hins órólega þjóðfélagsástands og óánægju safnaðar-
ins. Þó eru tengsl þess við Norðurreið greinileg. Hér er um
sambærilega atburði að ræða, þ. e. óánægju margra vegna
embættismanns og kröfu um, að hann fari frá af þeim sök-
um. Sveinbjörn var og fulltrúi „róttækra" um þær mundir,
og studdi Norðurreiðarmenn mjög í blaði sínu, en um Ás-
mund er áður rætt í þessu tilliti.
Um þessar mundir var sú skoðun ríkjandi, að stjórnin
myndi ekki líta atburði eins og Norðurreið alvarlegum
augum og þeir myndu ekki hafa neinar alvarlegar afleið-
ingar. Hér var þó um óþarfa bjartsýni að ræða. Hinn 16.
maí 1850 var kunngert, að þjóðfundi yrði frestað um ár.
Sama dag samþykkti konungur leyniskjal um stóraukin
völd Trampes stiftamtmanns. Skjalið var afgreitt degi
áður, og skrifaði Rosenörn, sem þá var innanríkisráðherra,
undir það, en Oddgeir Stephensen fékk ekki að sjá það,
hvað þá aðrir. Trampe fékk heimild til að flytja menn til
og fjarlægja þá úr landi, ef með þyrfti. Hann gat og vikið
embættismönnum úr starfi og sett aðra í staðinn, og hann
fékk völd til að grípa til allra þeirra ráðstafana, sem dygðu
til að tryggja öryggi landsins og halda uppi lögum og reglu.
1 þessu skyni skyldi sent hingað herlið undir beinni stjórn
stiftamtmanns. 1 forsendum þessa leyniskjals er bent á
óróann í landinu og þá fyrst á „et i flere Henseender be-
klageligt Skridt af Bönderne i Skagefjorden mod den
daværende Amtmand i Nord- og östamtet, nu afdöde Etats-
raad Johnsen". Einnig er þar minnzt á Pereatið og Dóm-
kirk j uhneykslið.106
Af bréfi þessu má ráða, hversu alvarlegum augum
stjórnin hefur litið Norðurreið og ýmislegt, er síðar gerð-
ist. Rétt er og að benda á, að Slésvíkurstríðinu var að ljúka,
og víða tóku nú að færast í aukana þau öfl, er vildu færa
allt í hið fyrra horf og halda uppi lögum og reglu 1 stað
óróa og æsinga.
Að lokum skal hér minnzt á bréf innanríkisráðuneytisins
frá 23. maí 1850, en þar er tilkynnt, að „Fæste-Auktioner