Saga - 1973, Qupperneq 67
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 63
for Fremtiden i Regelen ikke skulle finde Sted paa Is-
land“.107 Stjórninni hefur þá loksins verið orðið ljóst,
hversu óvinsæl þessi uppboð voru, og eflaust hefur Norður-
reið stuðlað að þessum málalokum.
XV. AfstaSa til Norðurreiöar.
Nú skal fjallað nokkuð um afstöðu manna til Norður-
reiðar, bæði fyrr og nú, en þessi atburður hlaut þá og einnig
síðar mjög misjafna dóma.
Þórður Jónasson segir í Reykjavíkurpóstinum í júní 1849,
að Norðurreið sé dæmi um, hve ranga stefnu menn geti
tekið, þegar sanngirni og stilling ráði ekki ferðinni. Full-
yrða megi, að þeir, sem þessa för fóru, séu þegar komnir
til þeirrar sannfæringar, að slík för hefði betur verið
ófarin. Dæmi þeirra muni fremur verða öðrum til viðvörun-
ar en eftirbreytni, enda beri þeir mikla ábyrgð, sem stuðli
að því í orði eða verki, að almenningur gangi í berhögg
við góða skipan og reglu. Síðan er þar sagt, að forðast beri,
að þær frjálsræðishreyfingar, sem svo margar sögur fari
af í öðrum löndum, taki slæma og skaðlega þróun hér-
lendis.108
Nokkru síðar birtist aðsend grein í Þjóðólfi um þetta mál,
og er hún hliðholl Norðurreiðarmönnum. Þar segir, að ósk-
andi sé, að stjórnin láti ekki málið niður falla. Verði
komizt að þeirri niðurstöðu, að „alþýða“ hafi hér farið
Weð ósanngirni og frekju, þá sé skylt að rétta hlut þess, sem
fyrir varð, en kæmi í ljós, að hún hefði haft gildar ástæður
til þessa fyrirtækis og farið þá leið, sem hún áleit sak-
lausasta, þá mætti slíkt verða öðrum embættismönnum
til viðvörunar. Kynni þá að koma í ljós, að ekki sé allt gull,
sem glóir, þar sem aðgerðir embættismanna eigi í hlut,
°g að „alþýðu“ sé vorkunn, þótt hún beini athygli sinni
Þangað, sem beinast liggi við, og þurfi ekki að taka á sig
stóran krók til þess að koma ábyrgð yfir gjörðir og athæfi
enibættismanna sinna.109