Saga - 1973, Page 68
64
ÓLAFUR ODDSSON
Hinn 15. marz 1850 birtist í Þjóðólfi grein eftir „Nokkra
Norðurreiðarmenn“. Greinin var þó rituð um hálfu ári
fyrr og höfundar hennar helztu forvígismenn Norður-
reiðar. Þeir segja, að ástæðulaust hafi verið af Reykja-
víkurpósti að bregða þeim um skynsemisskort og stilling-
arleysi. Grímur Jónsson hafi verið harður einveldissinni,
og því hafi verið eðlilegt, að þeir hugsuðu „sem ríkismeð-
limir vorir Danir, að stjórnarbótin á Islandi mundi ei
verða á marga fiska, ef slíkir menn sæti þar að völdum".
Hvernig hefðu þeir þá átt að fá amtmannsskipti ? Áttu
þeir að senda Alþingi umkvörtun eða bænarskrá í þeim til-
gangi eða snúa sér beint til stjórnarinnar? Miklar líkur
séu til, að hvort tveggja hefði reynzt árangurslaust og
auk þess mjög auðmýkjandi fyrir amtmanninn. Þeir
hafi því ekki vitað um annan mildari veg eða betri til
að ná tilgangi sínum en með saklausum og þó alvarlegum
orðum að ráðleggja og biðja amtmanninn sjálfan að leggja
niður embætti sitt. Með þessari aðferð hafi hvorki æsingur
né uppreisn verið sýnd né heldur óhlýðni við lögin. Emb-
ættismanninum hafi lítil eða engin vanvirða verið gerð
og honum verið innan handar að sækja um annað embætti,
annaðhvort í Danmörku sem fyrr eða fógeta- eða yfirdóm-
araembætti hérlendis. Ef slíkt hefði ekki getað gerzt, þá
hafi þannig fallið ræður manna á þeim fundi, þar sem fyrst
hafi verið hreyft þessu málefni, að honum bæri eftirlaun
eða jafnvel full laun eftir aðstæðum.
Síðan er enn vikið að Reykjavíkurpósti og sagt, að hinir
ómildu dómar hans séu reistir á of mikilli viðkvæmni.
Það sé nefnilega ekki fágætt í öðrum löndum, að stjórnar-
herrar og aðrir embættismenn leggi niður völd, annaðhvort
sjálfkrafa, er þeir hafi vitneskju um, að þeir hafi ekki
lengur traust og hylli þjóðarinnar, eða samkvæmt kröfu,
einkum þar sem „ábyrgðarstjórn" sé komin á. Sé virðing
þeirra talin óskert og þeir færir til að gegna öðrum effi-
bættum, sem þeir séu hæfir til. Síðan segir: