Saga - 1973, Side 69
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 65
Vjer viljum ekki leita lengra að dæmum enn til Dan-
merkur, oss er kunnugt bæði af Beykj avíkurpóstinum
og Skírni hvernig Kaupmannahafnarbúar tóku sig saman
um, að koma því til vegar nokkru eptir konúngaskiptin
að flestir gömlu ráðherrarnir viku úr völdum, því þeir
óttuðust fyrir að þeim mundi veita örðugt að fylgja
tímanum; hvernig þeir gengu í flokki, hjerum 10,000
að tölu, upp til konungshallarinnar, og vitnuðu þar,
að ráðgjafarnir hefðu ei lengur á sjer traust þjóðarinnar;
því þeir hryggilegu ávextir af stjórnaraðferð þeirra,
sem hverr dagurinn leiddi öðrum betur í ljós, vitnuðu
um, að þá vantaði bæði vit og þrek til að vernda landið,
og svo vitum vjer jafnglöggt, hversu mildilega konungur
vor tók beiðslu þeirra. Vjer viljum nú spyrja? í hverju
var þessi aðferð mildari enn norðurför vor? í hverju
meiðum vjer fremur virðingu (eða æru) amtmannsins,
enn Kaupmannahafnarbúar ráðgjafanna?
Þessi yfirlýsing er hin athyglisverðasta og varpar ljósi
á fyrirmynd Norðurreiðar. Um þetta verður nánar fjallað
síðar.
Að lokum víkja „Nokkrir Norðurreiðarmenn“ að þeim
ummælum í Reykjavíkurpóstinum, að þeir muni farnir
að iðrast fararinnar. Þeir mótmæla harðlega og segja:
Enn lifir í brjósti voru Skagfyrðinga viðkvæm frelsis
og þjóðrjettinda tilfinning, og vjer iðrumst, enn sem kom-
ið er, ei eins mikið eptir för þessari, eins og eptir hinu,
að vjer byrjuðum eigi slíkt 2. eða 3. árum fyrri.110
Rækilegri getur yfirlýsing forvígismanna Norðurreiðar-
uianna um „iðrun“ þeirra ekki verið. Enga iðrun er heldur
að finna í ævisögu Gísla Konráðssonar, er hann ritaði
Uokkrum árum síðar. Ýmsir skagfirzkir hagyrðingar ortu
Um Norðurreið, og gætir þar lítt iðrunar. Þvert á móti
6