Saga - 1973, Blaðsíða 70
66
ÓLAFUR ODDSSON
er þar farið mjög óvirðulegum orðum um Grím, „fóstur-
jarðar blóðsuguna“, og fleira þess háttar. En e. t. v. er ekki
allt sem sýnist. Grímur var sjúkur maður, þegar Norður-
reiðarmenn sóttu hann heim, og Grímur „gerði betur en
nokkur beiddi“, hann andaðist skömmu síðar. Margvís-
legum hugsunum hlaut að skjóta niður með ýmsum Norð-
urreiðarmönnum: Var ekki ferðin óþörf, þar sem amt-
maður var að bana kominn? Var við hæfi að krefjast þess
af dauðvona manni, að hann legði niður embætti? Var
Grímur raunverulega að bana kominn, eða stuðlaði Norð-
urreið að dauða hans? Vandræði að hafa ekki framkvæmt
hana tveimur eða þremur árum fyrr! En þá voru fyrir
henni engar þjóðfélagslegar forsendur eða fyrirmyndir.
Fróðlegt er að athuga í þessu sambandi ummæli Krist-
mundar Bjarnasonar, en hann er manna fróðastur um
þessi mál í Skagafirði. Hann segir, að svo virðist sem
Skagfirðingar hafi í hjarta sínu iðrast Norðurreiðar, þótt
þeir hafi heldur leynt því. Sjá megi þessa vott í skrifum
þeirra þá og raunar síðar.111
Ýmsir auðugir heldri menn í Skagafirði voru lítt hrifnir
af Norðurreið. Má þar nefna Einar Stefánsson, Ara Arason,
séra Halldór Jónsson, séra Jón Hallsson og Lárus Thor-
arensen. Þeir Halldór og Lárus voru þó róttækir í þjóð-
réttindabaráttu Islendinga, og Halldór varð síðar frægur,
þegar hann skipaði sér í sveit Jóns Sigurðssonar á Þjóð-
fundinum, einn konungkjörinna manna.
Þá skal hugað að þeim Skagfirðingi, er eitt sinn var
síðastur, en nú fremstur, Hjálmari Jónssyni frá Bólu.
Árið 1841 hafði hann ort kuldalega um Grím í Amtmanna-
vísum, sagt hann væri „góðgjarn lítt og gæfurýr“ og líkt
honum jafnvel við Júdas. En þegar flest „skáld“ Skagfirð-
inga yrkja níðvísur um Grím í gröfinni. hvetur Hjálmar
þá til að dæma hann ekki, enda verður gæfuleysi Gríms
honum efst í huga, og hann segir, „að plágaði sálar giktin
Grím / með gæfuleysis verkjarstingj um“.112
Áður var skýrt frá ummælum Gríms sjálfs um hina