Saga - 1973, Page 71
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 67
íslenzku uppreisn. Einnig hefur áður verið vikið að ætt-
ingjum og vinum Gríms, en þeir töldu, að hér hefði verið
framinn glæpur og raunverulega væru Norðurreiðarmenn
ábyrgir fyrir dauða Gríms. Auk þess litu þeir á sakar-
giftir á hendur honum sem ómerkilegan þvætting. Ingi-
björg Jónsdóttir segir í bréfi til Gríms, sonar síns, 2.
september 1850, að Þórður Jónasson telji, að „þvættingur-
inn í Þjóðólfi sé ástæðulaus". Hann geti sannað það með
amtsskjölum. Hafi hann það við orð að svara og hnekkja
greininni, því að Grímur hafi beinlínis farið eftir skipun
stjórnarráðanna, er hann lét framkvæma festuuppboðin
og neitaði að borga „forlíkunarmanni“ nokkrum ferða-
kaup. Aldrei svaraði þó Þórður Norðurreiðarmönnum, þótt
hann hefði lofað Ingibjörgu því, enda er tvöfeldni hans
í þessu máli ótvíræð, og ekki hefur hann sagt henni frá
bréfi sínu til stiftamtmanns frá 18. júlí 1849. Ingibjörg
segir 25. febrúar 1851 í bréfi til Gríms:
Enginn hefur enn svarað Skagfirðingaspekinni í
Þjóðólfi. Það er eins og himinn og jörð samsinni þeirra
lélegu breytni að smána dáinn merkismann.113
Ekki er mér fullkunnugt um afstöðu Jóns Sigurðssonar
til Norðurreiðar þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan. Jón
wúnnist þó á Pereatið og Dómkirkjuhneykslið í bréfi til
Þorgeirs Guðmundssonar, dagsettu 22. apríl 1850. Segir
hann, að þetta séu óþægileg og viðkvæm mál, sem hafi orðið
Þess valdandi, að ýmsar fáránlegar sögur um Island breið-
ist út í Kaupmannahöfn. Jón segir síðan um embættis-
ttiannastéttina og „óróann“ á Islandi:
Embedsmændene ere ikke alle begavede med behörig
Conduite, eller engang den nödvendige Agtelse for at
kunne styre og lede en sindig og bestemt Optræden,
Almuen mangler Ledere og törner derfor paa en Maade
°ver paa Embedsstanden, denne er ikke vant til Röre,