Saga - 1973, Síða 72
68
ÓLAFUR ODDSSON
og seer noget Ulovligt i alt, fordi den mangler moralsk
Overvægt eller endog Ligevægt, og herved fremkaldes
megen Uro, som kunde være forebygget.
Jón nefndi í bréfi til Páls amtmanns Melsteðs, dag-
settu 13. maí 1850, fjórar hugsanlegar ástæður fyrir
frestun Þjóðfundar, og var ein þeirra „hræðsla við óeyrðir
á Islandi, sem eg heyri sagt að ymsir hugprúðir og hátt-
standandi herrar þar hafi gefið ávæníng um“.114
Hér má og nefna grein í Nýjum félagsritum 1850, er
nefnist „Til Islendínga“. Þar er rætt um frestun Þjóðfund-
ar, og reynt er að hvetja menn þrátt fyrir hana. Síðan segir:
Látið á engan hátt eggjast til að sýna embættismönnum
yðrum vanvirðu, eða ótilhlýðilegan mótþróa; minnist
þess, að embættismenn eru settir til að gæta laganna,
og þegar þeir koma fram í laganna nafni, þá óvirðir
sá lögin sem óvirðir þá, en með lögum skal land byggja
en með ólögum eyða.115
Augljóst er, að greinarhöfundur hefur haft áhyggjur
af, að „óróinn“ á Islandi og hinar ýkjukenndu fréttir af
honum gætu haft slæm áhrif á stjórnina í Kaupmannahöfn.
Brynjólfur Pétursson skrifaði Grími Thomsen bréf á
sumardaginn fyrsta 1850. Má af því ráða, að Brynjólfi
hefur ekki litizt á ýmsa þá atburði, er nýlega höfðu gerzt.116
Um Norðurreið deildu síðar þeir Bogi Th. Melsteð og
Indriði Einarsson. Bogi skrifar að nokkru leyti á vegum
Þóru Melsteðs, dóttur Gríms. Hann segir, að Norðurreið
hafi verið ómakleg laun eftir langa og samvizkusama
embættisþjónustu, og hann bætir við:
Ef menn vilja segja Skagfirðingum eitthvað til sæmd-
ar, þá er betra að télja heldur eitthvað annað til en ferð
þeirra að Möðruvöllum 1849. Sem betur fer má nefna
margt annað nýtilegra og sæmilegra.117