Saga - 1973, Page 73
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849
69
Indriði tekur upp hanzkann fyrir Norðurreiðarmenn,
enda voru faðir hans og náfrændur í þeirra hópi og sjálfur
Gísli Konráðsson afi hans. Skrifar Indriði allítarlega grein
um málið og heldur mjög fram málstað Norðurreiðar-
manna. Nokkuð er á greininni að græða um atburðarás
fararinnar, en hins vegar hefur Indriði misskilið ýmis
atriði, t. d. ruglað saman ávarpinu og hvatningarbréfi
Hákonar Espólíns.118
Á síðari árum hafa menn enn deilt um Norðurreið. Er þar
ýmist haldið fram hlut Gríms eða Skagfirðinga, og sýnist
þar vissulega sitt hverjum.119
XVI. Lokaorð.
Að síðustu má spyrja: I hverju var Norðurreið fólgin,
á hún einhverja fyrirmynd og þá hverja? Tilgangur Norð-
urreiðar var auðvitað sá að fá Grím Jónsson amtmann
til að segja af sér embætti. Ferðin sjálf var fólgin í því
að flytja honum orðsendingu „alþýðu“ þessa efnis. En
Norðurreiðin á hins vegar beina fyrirmynd og hliðstæðu.
Hún var sniðin eftir göngunni miklu eftir Casinofundinn
eftir „Strikinu" til Kristjánsborgarhallar hinn 21. marz
1848. Hugmyndin að Norðurreið var því sótt til hinna sögu-
legu stjórnarskipta í Kaupmannahöfn, endaloka einveldis-
ins í Danmörku. Forvígismenn Norðurreiðar litu svo á,
að það, sem taldist góð og gild vara í Kaupmannahöfn,
hlyti einnig að vera frambærilegt í Hörgárdal. Ef þeir
yrðu fyrir aðkasti vegna Norðurreiðar, þá væri auðvelt
að benda á fyrirmyndina og fordæmið, og það gerðu þeir
einnig síðar.120 Hliðstæða þessara tveggja viðburða verður
enn skýrari, ef orðsendingarnar eru bornar saman.121 Þá
kemur í ljós, að skjal það, sem Norðurreiðarmenn lásu
°g festu síðan upp á Möðruvöllum, er nánast þýðing og stað-
fsering á skjali því, er Friðriki sjöunda var afhent eftir
Sönguna miklu. I báðum skjölunum er tilkynnt, að hlutað-
ei&andi yfirvöld hafi glatað trausti manna. Því næst er þess