Saga - 1973, Page 78
Arnór Sigurjónsson:
Jarðamat og jarðeignir
á Vestfjörðum 1446,1710 og 1842
Svo segir í Islendingabók Ara fróða:
„Gissur biskup var ástsælli af öllum landsmönnum en
hver maður annarra þeirra, er vér vitum hér á landi
hafa verið. Af ástsæld hans og tölum þeirra Sæmundar
með umráði Markúss lögsögumanns var það í lög leitt,
að allir menn töldu og virtu allt fé sitt og sóru, að rétt
virt væri, hvort sem var í löndum eða í lausa aurum
og gerðu tíund af síðan. Það eru miklar jarteiknir, hvað
hlýðnir landsmenn voru þeim manni, er hann kom því
fram, að fé allt var virt með svardögum, það er á Islandi
var og landið sjálft og tíundir af gervar og lög á lögð, að
svo skal vera, meðan ísland er byggt“.
Hér er frá því sagt, að Gissur biskup Isleifsson hafi
með aðstoð Sæmundar fróða og Markúsar lögsögumanns
Skeggjasonar sett tíundarlögin frá 1097 og fengið sam-
þykkt mat á löndum og lausum aurum, en það var hvort
tveggja nauðsynlegt til þess að tíundarlögin gæti staðizt.
Matið á lausum aurum er eflaust „fjárlag það að Alþingis-
máli“, sem Jón Sigurðsson birti sem nr. 23 í I. bindi hins
íslenzka fornbréfasafns og skoða má sem upphaf og grund-
völl Búalaga, er gildandi voru um verðlagningu hér á landi
fram á næstliðna öld. 1 athugasemdum um „fjárlag“ þetta
bendir Jón á, að það sé í fornri skinnbók með tíundarlögum
Gissurar biskups, og þar komi fram sama auraverð, sama
álnamál og sömu varningstegundir og í tíundarlögunum,
og að það sé frá 11. öld eða ekki yngra en frá 1100. Um