Saga - 1973, Síða 79
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 75
matið á fasteignunum hefur hins vegar ekki fundizt nein
alþingissamþykkt, en það þarf ekki að skoðast öðru vísi
en vitnisburður um, að sú samþykkt hafi ekki verið um
annað en það eitt, hvernig matið skyldi framkvæmast, og
gilt aðeins um stundarsakir.
Frásögn Ara um jarðamat Gissurar biskups hefur verið
allt of lítill gaumur gefinn. Svo virðist sem sagnfræðingar
okkar hafi litið svo á, að þar sé ekki frá sérstaklega
markverðu efni sagt, og að jarðamat þetta hafi ekki verið
sérstaklega merkilegt. En raunverulega er hér verið að
segja frá þeim fjárhagslega grundvelli, sem íslenzkt þjóð-
félag var reist á í nærri 8 aldir frá 1096—1875, og frá
mati á öllum jörðum landsins, er stóð að kalla óbreytt frá
1097 eða þar um bil og að nokkru til 1920.
Ef til vill hefur tómlæti sagnfræðinga okkar um þessa
frásögn Ara um jarðamat Gissurar biskups stafað af því,
að þeir hafa misskilið hana og haldið að í henni fælist
minna en raunverulega felst. Hún er ekki heldur svo skýr-
lega fram sett sem flest það, sem Ari hefur annars að
segja, og skilja má hana þannig, að hver maður hafi virt
jörð sína og aðra fjármuni og síðan svarið að rétt hafi
verið metið. Slíkt hefði auðvitað farið í handaskolum og
lítið mark verið á takandi. Tvímælalaust er, að orð Ara
ber að skilja svo, að farið hefur fram um allt Island að
hvöt og forystu Gissurar biskups vel skipulagt jarðamat
og eflaust um margt líkt að því unnið og fyrsta jarðamat-
inu, sem gert var á þessari öld, enda hafði í raun og veru
engin stórbreyting orðið á menningu, háttum og lífsvið-
horfi Islendinga frá 1096 til 1918, er fyrsta jarðamat
þessarar aldar var gert. Þá vildi svo til, að sá er þetta
ritar lá um tíma sem afturbatasjúklingur í sömu baðstofu
og þrír jarðamatsmenn unnu að samræmingu á skýrslum,
er sýslungar þeirra höfðu búið þeim í hendur um jarðir
sínar, og var þar á margt fróðlegt að hlýða, en ekki allt
þannig, að lagfæringar og samræmingar væri engin þörf.
Þetta er enn í minni úr einni jarðarlýsingu: „Silungs-