Saga - 1973, Síða 81
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 77
erfingja síðasta engilsaxneska konungsins, Játvarðar ját-
ara frænda síns, hafi viljað sanna Engilsöxum það, að
hann vildi halda þar í horfinu, er Játvarður hafði við
skilið, og sanna það með allsherjar samanburði á þjóð-
félaginu eins og það var, er Játvarður skildi við og eins
og komið var eftir 20 ár (V. H. Galbraith: The Making
of Domesday Book, Oxford 1961). Víst er, að á þessum
mikla fundi var samþykkt að gera allsherjar rannsókn á
öllu ástandi enska þjóðfélagsins, telja skyldi alla frjáls-
borna menn og gera grein fyrir aðstöðu þeirra í þjóðfé-
laginu, meta skyldi eignir manna fastar og lausar og færa
yfir þær skýrslur um allt land. Þetta var gert, því að fullu
lokið og það að mestu fært inn í bækur fyrir lok næsta
árs, 1086. Raunverulega var aldrei meira með þetta gert.
Forystumaður danska leiðangursins til Englands, Knútur
helgi, var drepinn af leiðangursmönnum 1086, Vilhjálmur
konungur fór herför til Frakklands sama ár og kom ekki
aftur lifandi til Englands. En dómadagsbækurnar eru enn
til og eru merkilegasta heimild, sem til er um þjóðfélag
í Evrópu á miðöldum.
Dómadagsbækurnar eru kenndar við dómþingin engil-
saxnesku, sem voru um margt hliðstæð þingum þjóðveldis-
ins, bæði vorþingunum og alþingi (fyrst og fremst dóm-
þing). Þar voru bornar fram fyrirsagnir um það, hvernig
nannsóknin á hag þjóðarinnar skyldi fara fram, síðan var
hún framkvæmd af forystumönnum Engilsaxa með aðstoð
Prestanna, sem aðallega rituðu skýrslurnar. Barónunum
frönsku var hins vegar lítt trúað til að vinna að þessu,
°g var það bæði fyrir vankunnáttu í engilsaxnesku máli
°g vanþekkingu á hag alþýðu, og svo var einmitt á þessum
árum mjög erfið aðstaða þeirra bæði gagnvart konunginum
°g fólkinu, en sú aðstaða jafnaðist nokkuð síðar.
Engar frásagnir eru til um það, hvernig Islendingar
hafa kynnzt þessu sérstaka starfi ensku þjóðarinnar 1086,
en þeir hafa vissulega tekið það sér til fyrirmyndar 10
árum síðar, ekki til eftiröpunar, heldur til að hirða úr