Saga - 1973, Side 82
78
ARNÓR SIGURJÓNSSON
því það, sem þeim fannst þeir geta haft gagn af. Af
manntalinu enska er vitað, að þeir tóku sér það til fyrir-
myndar að telja þá, er þeir töldu tíundarskylda. Til þess
þurfti að meta eignir allra, og því má vel vera, að talning
fólksins hafi verið miklu rækilegri, þó að heimildir séu
ekki til nema um framtal skattþegnanna einna. Eigna-
framtal hefur farið fram hjá öllum og svardagar hafa
fram farið um að rétt væri talið, svo sem Ari segir, og svo
var einnig á Englandi, en verðeining var önnur en þar.
Hér á landi var verðeiningin alin vaðmáls, og það, sem verð-
mest var, talið í hundruðum álna (120 álnir = hundrað
eða gallalaus framgengin vorbær kýr). Á Englandi var
verðið aðallega talið í húðum. Verð allra jarða (með hús-
um) var skráð hér, eins og á Englandi, og verð hverrar
jarðar metið til hundraða þ. e. í 120 álnum og líklega undan-
tekningalaust í jöfnum tölum (6, 8, 10, 12 hdr. o. s. frv.).
Líklega hefur ástand þjóðfélagsins efnalega og félagslega
verið borið saman við liðinn tíma, eins og gert hafði verið
á Englandi, og til þess ber líklega að rekja tilurð Frum-
landnámu; þar sem taldir hafa verið fram allir „landnáms-
menn“ vegna þess réttar, sem menn hafa talið þá hafa til
félagslegrar forystu, eins og manorar1 og aðrir forystu-
menn hins forna engilsaxneska þjóðfélags eru taldir í
dómadagsbókunum. Þetta er þó aðeins tilgáta. Hins vegar
má alveg vafalaust telja, að menn, sem valdir hafa verið
til að meta jarðirnar og sjálfsögð bæjarhús eftir fyrir-
sögðum reglum, hafa eins og í Englandi gengið frá bæ til
bæjar ásamt skriftlærðum prestum til að færa þær til
verðs, „sem skal vera (þ. e. haldast) meðan Island er byggt“.
Einn meginmunur var þó á athugunum Englendinga á
þjóðfélagi sínu 1086 og íslendinga um 1096. Englendingar
létu við það sitja að skrá athuganir sínar á bækur, „dóma-
1 Manorar voru engilsaxneskir (og siöar enskir) stórbœndur kallaðir
og var þjóðfélagsleg og efnahagsleg aðstaða þeirra mjög lík og norskra
hölda og hersa á 9. og 10. öld.