Saga - 1973, Blaðsíða 83
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 79
dagsbækur", og gerðu það að vísu með slíkri prýði, að þær
eru í fræðilegu gildi enn. Islendingar endursköpuðu þjóð-
félag sitt samkvæmt athugunum sínum á því, breyttu því
raunverulega úr heiðnu þjóðfélagi í kristið þjóðfélag, byggt
á efnahagslegum grundvelli tíundarlaga og Búalaga. Þetta
er að líkindum hið markverðasta, sem gerzt hefur í skipu-
lagsmálum og efnahagsmálum Islendinga sem þjóðar, þó
að það reyndist að sumu leyti allt annað en vel, eins og
hér verður síðar að nokkru rakið. En að það reyndist ekki
vel, stafaði meðal annars af því, að það var ekki endur-
skoðað að neinu gagni um margar aldir, heldur í gildi haft
eins og Ari orðar það, „að svo skal vera, meðan Island er
byggt“.
Hér hefur verið fullyrt, að jarðamatið íslenzka hafi
verið skráð um leið og það var gert. Slík fullyrðing
er þó reist á þeim rökum einum, að það er sjálfsagt.
Ekki er til neitt upphaflegt handrit að fyrsta íslenzka
jarðamatinu, jarðamati Gissurar biskups, eins og að dóma-
dagsbókunum ensku. Elztu skráðar heimildir, er geyma
ofurlítið brot af jarðamati Gissurar, er að finna í máldög-
um kirkna, er Þorlákur helgi Þórhallsson lét gera á vísitasí-
um sínum 1179 og næstu ár þar á eftir. 1 elzta máldaganum
segir, að „Nikulásarkirkja í Mýnesi í Eiðaþinghá eigi X
hundruð í heimalandi“. Ekki er í neinum þessara máldaga
sagt frá hundraðatali heillar jarðar, en sums staðar sagt,
hvað kirkjan eigi mörg hundruð í jörð, eða hún eigi þriðj-
ung jarðar eða helming. Svipaða sögu er einnig að segja
af öðrum máldögum kirkna frá þjóðveldisöld, og jafnvel
er ekki getið hundraðatals þeirra jarða, er kirkjurnar
áttu að fullu og öllu. Slíkt hefur þótt þarflaust, þar sem
öllum hefur verið mat þeirra kunnugt.
Elzta mat einstakra jarða, svo að varðveitzt hefur,
er frá 1392, skráð á Marðarnúpi í Vatnsdal 5.—9. júní.
En jafnvel um það mat verður ekki örugglega fullyrt, að
^uuti jarðanna, sem alls eru 7, sé stranglega fylgt. Hér
er um að ræða skiptingu á arfi þriggja barna Arngríms