Saga - 1973, Page 84
80
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Þórðarsonar á Marðarnúpi, og er þess getið, að xnóðir
barnanna hafi þá þegar afhent syni þeirra hjóna allmikið
fé. Höfuðbólið, Marðarnúpur, sem er í erfðabréfinu metinn
hærra en í öðrum heimildum um mat jarðarinnar (að vísu
með Gilá) er talið tíutíu hundruð í stað 70 annars staðar.
Jarðir, er systurnar fá, eru hins vegar í hærra lagi í mati,
og mat þriggja þeirra skráð oddatölu, og mætti jafnvel
ætla, að þær séu hærra metnar við erfðaskiptin vegna þess
að Marðarnúpur er svo hátt skráður.1
Næsta mat, sem varðveitzt hefur, er frá 1395 á 16
jörðum er komið hafa undir Viðeyjarklaustur, síðan Páll
ábóti kom til Viðeyjar.2 Heimildin um þetta mat er að því
leyti ekki fullkomlega ákjósanleg, að þessar jarðir komust
síðar í konungseign, og er ekki til mat á þeim í jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns til samanburðar, og
er þær komu úr konungseign síðar, hafði mat á sumum
þeirra lækkað vegna illrar meðferðar. Sex þeirra höfðu
haldið óbreyttu mati til 1842 (Jarðatal Johnsens), 6 höfðu
lækkað í mati, 4 verða ekki auðveldlega bornar saman við
síðari möt.
En frá 15. öld eru til miklar heimildir um mat jarða
um allt land. Langsamlega eru þessar heimildir mestar
og greinargleggstar frá Vestf jörðum, frá Gilsfirði til Kolla-
fjarðar. Frá þessum sveitum er til mat á meira en helm-
ingi jarðanna á árunum 1446—1460 og einnig öruggar
skýrslur um eigendur þeirra jarða, sem matið fylgir og
auk þess skýrslur um eigendur nokkurra annarra jarða.
Mikilvægustu heimildirnar um jarðir og eignarhald á
jörðum á Vestfjörðum á þessum tíma eru:
1. Máldagar kirkna á Vestfjörðum. Máldagarnir eru
þó aðeins heimild um eignarhald kirknanna á jörðun-
um og verður það jafnvel ekki séð, hvenær kirkjurnar
hafa eignazt jarðirnar. Um meðferð á þessum heimildum
1 D. I. III, nr. 395.
2 D. I. III, nr. 504.