Saga - 1973, Blaðsíða 85
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 81
verður þess því gætt að telja ekki 1446—1460 í kirkjueign
fleiri jarðir en vissa er fyrir að kirkjan átti þá, en þær geta
hafa verið fleiri en taldar eru í skýrslu þeirri, er hér fer
á eftir, meðfram vegna þess, að um sumar þeirra verður að
nota upplýsingar eldri máldaga.
2. Gjafabréf Lofts Guttormssonar til sona hans og Krist-
ínar Oddsdóttur, D. I. IV, 446 (frá 1430). Skúli, einn
sona hans, fékk jarðir á Vestfjörðum í sinn hlut, og verður
því gjafabréfið aðeins notað hér um hans jarðir.
3. Skýrsla um eignir Guðmundar ríka Arasonar á Reyk-
hólum frá haustinu 1446, D. I. IV, 725. Þetta er efnismesta
heimildin, og til nánari athugunar á henni og að mestu
til staðfestingar á henni eru til margir vitnisburðir ýmissa
manna, sem athugaðir hafa verið, en óþarft þykir hér upp
að telja.
4. Vitnisburðarbréf níu manna, að Guðmundur Arason
hafi greitt Þorgerði Ólafsdóttur mála hennar, D. I. IV, 326
°S D. I. VI, 44. Ársetning þessa vitnisburðar er óviss, en
skiptir ekki verulegu máli. Sumar jarðirnar eru þó taldar
Guðmunds í D. I. V, 725 og verða þá nöfn beggja Guðmund-
ar og Þorgerðar rituð við þær jarðir á skýrslu, er hér fer
á eftir.
5. Bréf er varða eignir Oddfríðar Aradóttur og ráð-
stafanir á þeim, D. I. IV, 339, IV, 402, IV, 559 og IV, 642.
6. Jarðaskipti Þorleifs Árnasonar og Þorsteins Sigurðs-
sonar á Bæ á Rauðasandi og Laugardal í Tálknafirði m. m.
1418, D. I. IV, 323.
7. Kaupmálabréf Guðmundar Arasonar og Helgu Þor-
leifsdóttur frá 1434, D. I. IV, 370.
8. Erfðaskipti á jörðum Kristínar Björnsdóttur í Vatns-
firði 3. maí 1458, D. I. V, 149. Þetta er önnur mikilvægasta
heimildin um mat og eignarhald á jörðum á Vestfjörðum
á 15. öld. Til samanburðar er D. I. V, 150, vottorð f jögurra
Wanna 4. maí 1458 um eign Jóns Nikulássonar á nokkrum
jörðum.
9. Kaup þeirra bræðra Björns og Einars Þorleifssona
6