Saga - 1973, Síða 86
82
ARNÓR SIGURJÓNSSON
á jörðum, er dætur Guðna Oddssonar höfðu í heiman-
mund fengið, D. I. IV, 575, D. I. IV, 779, D. I. V, 425
og nokkur fleiri kaupbréf B. Þ.
10. Gjöf Sólveigar Þorsteinsdóttur 1433, er hún gaf
Birni Þorleifssyni dóttursyni sínum Vatnsfjörð, D. I. IV,
564.
Til annarra heimilda er vísað neðanmáls í töflu, sem
hér fer á eftir um eignarhald og mat á þeim jörðum á
Vestfjörðum á árunum 1446—1460, sem heimildir hafa
fundizt um.
Á töflu þeirri, er hér fer á eftir, er, auk mats og
eignarhalds á jörðum þeim, sem heimildir hafa fundizt um
1446—1460, einnig tilgreint mat, eignarhald og ábúð
jarða á Vestfjörðum milli Gilsfjarðar og Bitru samkvæmt
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og Jarðatali
J. Johnsens. Taflan var upphaflega þannig gerð, að hún
tók til allra jarða á Vestfjörðum, en var síðan stytt að ósk
ritstjórnar tímaritsins þannig, að hún tekur aðeins til
jarða sem heimildir eru um mat á frá 15. öld. Vegna
þess að heimildirnar eru nokkuð hver með sínum hætti,
er ekki unnt að samræma þær þannig, að taflan verði að
öllu leyti sjálfri sér samkvæm, eins og krafizt er af venju-
legum töflum, en þó má úr henni lesa flest það, er mestu
máli skiptir um þessi efni, enda fylgja henni nokkrar
skýringar að henni lokinni. Einnig skal hér við upphaf
hennar gera grein fyrir mannanöfnum, sem fyrir koma
í henni og skammstöfunum:
Skúli: Skúli Loftsson, Guttormssonar ríka.
Guðmundur: Guðmundur Arason ríki á Reykhólum.
Pétur: Pétur Þórðarson frá Haga á Barðaströnd.
Kristín: Kristín Björnsdóttir í Vatnsfirði.
Þorsteinn: Þorsteinn Sigurðsson, Stóra-Laugardal,
Tálknafirði.
Bjarni: Bjarni Sigurðsson prestur í Selárdal.
Þorg. ól.: Þorgerður Ólafsdóttir, síðari kona Ara Guð-
mundssonar á Reykhólum.