Saga - 1973, Page 97
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 93
heimildir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Þar er lýst hverri jörð í þremur landsfjórðungum, taldir
fram helztu kostir jarðarinnar, en þó aldrei gleymt að telja
fram ókosti hennar og takmarkanir jafnt í smáu sem stóru.
Lýsingar á jörðunum eru þar fyrst og fremst miðaðar
við, hversu gott sé að fleyta fram kvikfé, einkum naut-
gripum og sauðfé, sem vissulega var aðalbjargræðisvegur
þjóðarinnar. Getið er hlunninda, sem jörðunum fylgja,
en þau virðast hafa minni áhrif á matið en búast hefði
mátt við. Veiði í ám og vötnum er óvíða látið ógetið, og
er augljóst, að alls staðar hefur þótt til þæginda, en þó
er slíkt ekki metið til mikils verðgildis. Svipað virðist
víðast hvar um aðstöðu úr heimavör til sjósóknar. Af slíku
var að vísu miklar tekjur að hafa á Vestfjörðum um miðja
15. öld, en það var matinu óviðkomandi, þar sem því var
í engu breytt frá því um 1100, er það var fyrst ákveðið.
Þetta bendir eindregið til þess, að sjávarútvegs hafi lítið
gætt í atvinnulífinu um 1100, þegar matið var gert, og
einnig að veiðitækni í ám og vötnum hafi verið ófullkomin
og skilað fremur lítilli björg í bú. Allt að því furðulegt er,
hve rekajarðir eru lágt metnar. Þess er að vísu að geta,
að á 15. öld átti kirkjan og stórjarðeigendur rekaítök í
flestum beztu rekajörðunum, en þegar jarðirnar hafa verið
metnar upphaflega, hefur rekinn líklega fylgt flestum
þeirra. Er því líkast, að eigendum rekajarða hafi aldrei
tekizt að gera sér þær tekjur úr rekanum, sem hann var
verður og rekajarðirnar því metnar jafnt, hvort sem rekinn
fylgdi þeim eða ekki.
Um jarðir þær, sem litið hefur verið á sem höfuðból,
virðist sem sú aðalregla hafi gilt, að þær hafi verið metnar
á 60 hundr., stundum meira, aldrei minna. Á Vestfjörðum
voru 1446—1460 þessar jarðir metnar 60 hdr.: Garpsdalur,
Reykhólar, Brjánslækur, Hagi, Saurbær, Hrafnseyri,1
Hraun í Dýrafirði, Haukadalur, Hjarðardalur neðri, Núpur,
1 Samkvæmt D. I. IV, 326 og D. I. VI, 44 mætti ætla að Hrafnseyri