Saga - 1973, Page 98
94
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Sæból á Ingjaldssandi, Hóll í Bolungarvík, Vatnsfjörður,
Æðey, Kaldaðarnes, Fell í Kollafirði. Um þrjár jarðir,
sem til greina gætu komið sem 60 hdr. jarðir vantar heim-
ildir, Selárdal, Sanda í Dýrafirði og Holt í Önundarfirði.
Heimildir eru um það, að þessar jarðir, sumar a. m. k., hafi
verið seldar hærra verði en matsverðinu nam. Þannig
keypti Björn Jórsalafari hálfan Vatnsfjörð, bændaeignina,
27. nóvember 1387 á 150 hdr.,* 1 en með því hefur hann
raunverulega keypt Vatnsfjörð allan, því að bóndinn þar
hafði allar nytjar jarðarinnar tíundarlaust. 11. júlí 1418
keypti Þorleifur Árnason Saurbæ á Rauðasandi af Þor-
steini Sigurðssyni2 fyrir hundrað hundraða í jörðum forn-
gilt og þar með jörðina Stóra-Laugardal og fleiri jarð-
ir, „er Þorleifur kynni að fá í Tálknafirði“. Enn er Saur-
bær metinn í kaupmála Guðmundar Arasonar og Helgu
Þorleifsdóttur á hundrað hundraða,3 og loks er tekið fram í
skýrslu um eignir Guðmundar 1446, að Saurbær sé 60
hdr., „en hundrað hundraða til giftumála", og hafa þeir,
er skýrsluna gerðu, þá verið minnugir kaupmála Guð-
mundar og Helgu.4
Þær jarðir, sem næstar eru höfuðbólum að mati, eru
flestar 48 hdr. eða 50, ef menn vildu nota tugakerfið
fremur en tylftirnar. Þá voru allmargar jarðir 40 hdr., 36
hdr. og 30 hdr., og þóttu jarðirnar allar, er svo hátt voru
metnar, vildisjarðir og sumar kallaðar hálfgildings höfuð-
ból af alþýðu manna í upphafi 20. aldar. Góðar meðaljarðir
voru metnar á 24 hdr. og 20 hdr. Allmargt var af jörðum,
sé virt á 120 hdr., en það er líklega til „giftumála" eins og Saurbær
samkv. D. I. IV, 370.
1 D. I. III, 344.
2 D. I. IV, 323.
3 D. I. IV, 370.
4 Ein jörð er með hærra mati en 60 hdr. í skýrslunni um eignir
Guðmundar 1446, Alviðra í Dýrafirði 100 hdr., og verður það ekki
skýrt hér. 1 Jarðabók A. M. og P. V. er jörðin metin 78 hdr., en
„jörðin er sundurskipt í tvo bæi“. Alviðra virðist ekki höfuðból
(heldur e. t. v. tvö „hálfgildings höfuðból", (48 eða 50 hdr.) ?