Saga - 1973, Síða 99
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 95
sem voru metnar á 16 og 18 hdr. og gat það þótt viðhlítandi
jarðnæði. En kotjarðir voru metnar á 12 hdr., 8 eða 6, og
jafnvel ein og ein enn minna, svo sem skýrslan hér að
ofan sýnir. Svo má telja, að matið á jörðunum héldist
óbreytt allan tímann frá dögum Gissurar biskups fram á 19.
öld. Vissulega voru gerðar breytingar á mati einstakra
jarða, stundum vegna stórfelldrar eyðingar á landi jarðar-
innar, t. d. Lónseyri á Snæfjallaströnd frá 1710 til 1842,
stundum vegna þess, að hjáleiga var byggð úr jörð, eða
tvær jarðir sameinaðar, en oftar var það þó, er þvílíkar
breytingar gerðust á jörðunum, að matið hélzt óbreytt.
Þó að mat jarðanna breyttist ekki að hundraðatali svo
að teljandi væri frá því um 1100 fram á 19. öld, varð
raunveruleg breyting á verðgildi þeirra, þær rýrnuðu
að verðgildi, bæði að jarðargæðum og húsakosti. Þessi verð-
rýrnun þeirra virðist hafa orðið allan þennan tíma, aðeins
nokkuð mismunandi mikil eftir árferði. Ekki verða gerðar
nákvæmar skýrslur um þetta. Svo virðist þó, að á fjölda
jarða hafi ekki orðið mjög mikil breyting frá öld til
aldar, þegar á heildina er litið. Jarðirnar virðast oftast hafa
verið nærri 6000, eitthvað færri í byggð í harðæri og
hallærum, en svo fjölgaði þeim aftur, er batnaði í ári.
Verðmæti þeirra fór fyrst og fremst eftir því, hve mikið
gróið land fylgdi þeim. Óhætt mun að telja, að gróið
land hafi verið tvöfalt að stærð um 1100 á við það, er
orðið var 1920. Verðmæti hverrar flatareiningar lands
1100 og 1920 er e. t. v. enn vandmetnara til samanburðar
en landsstærðin, sem þó er óviss. Gróðureyðingin hefur
vissulega orðið mest á verðminnsta landinu, minnst á
slægjulöndum. Jarðvegur hefur spillzt mjög, bæði á slægju-
löndum og beitilöndum í heimahögum, en það voru verð-
mestubeitilöndin. Því sýnist ekki of hátt áætlað, að hver jörð
hafi rýrnað um helming að landkostum yfir allan þennan
tíma, og hvert hundrað í landi um 1100 hafi raunverulega
verið tvöfalt það, er orðið var 1920 að meðaltali yfir allt
landið.