Saga - 1973, Page 100
96
ARNÓR SIGURJÓNSSON
En byggingarnar á jörðunum voru einnig i mati þeirra,
þ. e. þau hús, sem talin voru fylgja þeim. Hnignun húsa-
kostsins virðist hafa orðið enn misjafnari en hnignun land-
kostanna, og líklega meiri frá því um 1100 og fram á
19. öld. Síðari hluta þeirrar aldar tók hann aftur breyt-
ingum til ofurlítilla bóta. Um þetta eru til nokkrar heim-
ildir og líklega öruggari en um landkostina. 1 fornlögum
okkar, Grágás, segir svo, að leiguliði á jörð skuli hafa
hús, sem hann þarf, en það var eldhús (eða skáli) og stofa
og (venjulega eitthvert) þriðja hús. Ef húsin brunnu fyrir
handvömm hans eða fólks hans, var það á ábyrgð hans og
varðaði hegningu, ef hann bætti ekki. Að öðru leyti bar hann
ekki ábyrgð á eldsvoða né heldur, ef hús tók af með öðrum
hætti, t. d. með skriðuföllum eða snjóflóðum eða þau fuku.
Ef ekki varð sannað, að eyðilegging húsa hefði orðið fyrir
handvömm leiguliða, var hún á kostnað eiganda, enda voru
helztu bæjarhúsin, svo sem stofa og eldhús, vátryggð að
nokkru. Ef hús þurfti að endurbyggja án þess að kennt
yrði um handvömm leiguliða, skyldi landsdrottinn leggja
til allan húsavið. Hann mátti taka lögleigu, 10 af hundraði,
af jörðum sínum, en hann mátti ekki meta eign sína til
leigu dýrar en að hinu opinbera mati.
Þegar Jónsbók var lögtekin 1282 voru hin fornu lög
um leigu jarða og ábúð tekin upp með nokkrum afslætti.
Þó var ákveðið í Jónsbók, að leiguliði skyldi ekki bera
ábyrgð á fyrningu húsa umfram það, sem var samkvæmt
ákvæðum Grágásar. Felld voru niður þau ákvæði, að leigu-
liði skyldi hafa nauðsynleg hús, en haldizt mun það hafa
sem venja um nokkurt skeið. Ábyrgðin á eldsvoða var að
mestu lögð á leiguliða, lánadrottinn skyldi eigi bera kostn-
að af eldsvoða nema að þriðjungi.
Ekki eru heimildir til um það, hve mikill hluti bændanna
hefur verið leiguliðar fyrir 1282, en það er eflaust, að
leguliðum hefur mjög farið fjölgandi eftir 1100. Er kom
fram á 15. og 16. öld, var mikill meirihluti jarða í ábúð
leiguliða, og hús á jörðum yfirleitt lítil og fátækleg,