Saga - 1973, Blaðsíða 101
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 97
nema á höfuðbólum stórbænda. Virðing og lýsingar á
húsbúnaði á höfuðbólum Guðmundar Arasonar bera því
vitni, að þar var ekki í neinu sparað. Húsbúnaður Krist-
ínar í Vatnsfirði þótti með afbrigðum góður.
Er konungur tók við klausturjörðum, þótti stjórnarvöld-
unum það mikil byrði að takast á herðar fyrningu jarða-
húsanna. Með tilskipunum frá 1591, 1607 og 1619 var
þessi kvöð smám saman færð á herðar leiguliðanna og loks
með skýrum orðum 20. nóv. 1622, þar sem segir: „Vér
viljum með tilskipun þessari stranglega bjóða og skipa,
að bæði ekkjur og allir aðrir, sem búa þar í landi (þ. e.
íslandi), skuli sjálfir útvega sér húsaviðu til að byggja
og bæta hús sín og jarðir, eftir því sem efni þeirra og
ástæður leyfa“. Biskupsstólarnir og aðrir jarðeigendur
fóru þá mjög að dæmi konungs. Má nærri geta, hvernig
fátækum leiguliðum hefur tekizt að hafa reisuleg hús
á jörðum sínum.
Páll Briem lýsir því í ritgerð í Lögfræðingi 1897 og
1899, hvernig þessum málum var komið á 19. öld. Hann
segist hafa í höndum úttekt frá árunum 1824—28 á 59
býlum Munkaþverárklausturs, sem öll eru í Eyjafjarðar-
og Þingeyjarsýslum. Á 29 jörðum í Eyjafjarðarsýslu eru
allar baðstofur með árefti, nema baðstofan í Hvassafelli,
hún er með reisifjöl. Þetta eru ekki kot, heldur 20 hdr.
jarðir og jafnvel 30—40 hdr. jarðir eins og Tjarnirnar,
Laugalöndin, Uppsalir, Rifkelsstaðir, Hamrar o. s. frv.
Baðstofur á jörðum í Þingeyjarsýslum eru einnig allar
með árefti, þangað til kemur austur fyrir Jökulsá, þá eru
baðstofur á 9 jörðum með reisifjöl á súð. Áreftið hefur
að mestu verið birki, en í Eyjafirði hefur betri endinn
á baðstofunni verið reftur með tunnustöfum, er bændur
hafa fengið hjá kaupmönnum úr brauðtunnum. Glerglugg-
ar virðast ekki hafa fylgt baðstofum, því að það er aðeins
tekið fram um tvær baðstofur, að einn gluggi fylgi
annarri en fjórir glergluggar hinni.
Hér hafa dæmin verið tekin utan Vestfjarða, af því
7