Saga - 1973, Page 103
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 99
tekjur af þeim gengu til kirkna, sem þeir áttu, þó að jarð-
irnar væru kallaðar kirkjueign, og þannig færðar inn á
skýrsluna hér að framan.
Ef þetta er borið saman við Austfirðingaf jórðung (Aust-
urland), þar sem kirkjueigna gætti þó næst minnst, er mikill
munur á. Kirkjan átti þar að vísu litlar stólseignir, en
Skriðuklaustur átti talsverðar jarðeignir og í Skaftafells-
þingi voru tvö klaustur, sem áttu miklar jarðeignir. Auk
þess átti þar nærri hver kirkja „heimaland allt“, og ef
svo var eigi, þá svo mikið í heimalandi sem „prestsskylda
krefst“. Á Austurlandi var því hver sú jörð, er kirkjan
taldist eiga, fullkomlega undir yfirráðum kirkjunnar.
Bændanna og einkum stórbænda gætti því meira á Vest-
fjörðum fram eftir öldum en annars staðar. Svo var
raunar einnig í næstu héruðum við Vestfirði á 15. öld,
bæði í Dölum vestur og í Húnaþingi, enda gætti þess hvors
tveggja, að stórbændur á Vestfjörðum ættu miklar jarð-
eignir í Dölum (og suður um Snæfellsnes) og í Húnaþingi,
og jarðeigendur þessara héraða sóttust eftir og eignuðust
ítök á Vestfjörðum.
Sú skoðun virðist vera almenn meðal fræðimanna um
sögu íslendinga, að framan af þjóðveldisöldinni hafi flest-
ir bændur búið á jarðnæði, er þeir töldust eiga. En eftir
1100 hefur þá orðið á þessu mikil breyting, ekki snögglega
að vísu, heldur jafnt og stöðugt, þannig, að eign og yfir-
ráð jarðanna færðist á hendur kirkna og stóreignamanna,
°S er slíkt beinlínis að rekja til tíundarlaganna. Þeir bænd-
Ur> er kirkjur reistu á jörð sinni, töldust eiga kirkjurnar,
oema þeir gæfu þær undir yfirráð kirkjunnar, þ. e. biskups-
valdsins, en til kirkjueigendanna gekk tíundin að hálfu, þ. e.
Preststíund og kirkjutíund, enda báru þeir ábyrgð á við-
haldi kirkjunnar og prestsþjónustunni. Sjálfsagt var, að
Þeir innheimtu þá tíund, er til þeirra féll, og þar á eftir
Var auðveldast, að innheimta biskupstíundar og fátækra-
tíundar væri þeim einnig falin. Kirkjueignin sjálf varð
^PÖrgum þeirra vegur til auðlegðar, og innheimtan gaf