Saga - 1973, Side 105
JARÐAMAT OG JARÐEIGNDR Á VESTFJÖRÐUM 101
Björn Einarsson Jórsalafara í Vatnsfirði 1393—94, og eru
þær frásagnir því líkastar, að blossað hafi upp sá eldur,
er heitastur varð milli stórhöfðingja á Sturlungaöld á
Suðurfjörðunum og við Djúpið. Þessar frásagnir eru í
annál Flateyjarbókar og eru athyglisverðar, þó að ekki
sé rakið til róta atburðanna:
1393. „Varð samkoma undir Gnúpi í Dýrafirði milli
Bjarnar Einarssonar og Þórðar Sigmundarsonar og sveina
þeirra. Voru þar í hel slegnir tveir menn af Birni, Hró-
mundur Imason og Oddur Jónsson, en flestir allir menn
hans lamdir og svo hann sjálfur . . . Var Þórður bóndi
inni meðan samkoman varð úti, og kom eigi fyrr út en
Björn var í kirkju kominn og hans menn. Bauð Þórður
þá Birni út, en Björn vildi ekki til. Var Björn og hans
menn í kirkjunni um nóttina og nokkuð fram á föstudag-
inn. Tók Sigurður bóndi Kollsson milli þeirra mánaðar-
dag og fór Björn þá inn til Mýra með sína menn og eftir
það heim til Vatnsf jarðar ... Reið Gísli Svartsson vestur til
móts við Þórð mág sinn og sat þar mjög fram til föstu, en
Björn sat heima í Vatnsfirði og fjölgaði ekki sinn flokk.
Reið hann norður um land um veturinn fyrir föstu og síðan
suður um land og kom svo undir sig flestum öllum hinum
beztum mönnum á landinu."
1394. „Reið Björn Einarsson vestur yfir Glámu miðviku-
daginn eftir Þorláksmessu og með honum Vigfús Ivarsson
hirðstjóri, Þorsteinn Eyjólfsson lögmaður, séra Halldór
Loftsson, séra Þórður Þórðarson, Jón Hákonarson, Sigurð-
ur hvítkollur, Sæmundur Þorsteinsson, Einar Dálksson,
Jón Sighvatsson, Benedikt Gissurarson, Steingrímur Sig-
urðsson, Þórður Sturluson, Eiríkur Þorleifsson og nær níu
tigum manns og flestir allir tygjaðir panserum, járn-
höttum og vopnhönzkum. Stefndi hirðstjóri Þórði Sig-
ftiundarsyni og öllum hans piltum um vígamál Hrómundar
°g Odds fyrir sig og lögmenn til Mosvalla fimmtudag
°g föstudag næsta. Kom Þórður í stefnuna og með hon-
Uui Sigurður bóndi Kollsson, Gísli Svartsson, Þórður
flmtsbókasafmh
& /íkuireyiri