Saga - 1973, Side 106
102
ARNÓR SIGURJÓNSSON
kollur Sigurðsson, Oddur leppur Þórðarson, Sigurður
skalli og nær fimm tigum manna, vel tuttugu tygjaðir.
Tók Þórður kollur dag af hirðstjóra og Birni fyrir Þórð
og hans menn. Sótti Þorsteinn purka og Imi með styrk
Bjarnar Þórð Sigmundsson, Brand Sigurðsson, Halldór
Kristófórusson, Ingjald Arnórsson, Jón Þórálfsson, og Árna
Ufason og alla til útlegðar eftir dómi og úrskurði, svo
landsvist þeirra væri undir konungs miskunn. En Grímur
(Ketilsson) og Guðmundur (Jónsson) voru réttir vegend-
ur. Sættust þeir síðan Björn og Þórður með atgangi hinna
beztu manna. Skyldi Björn einn gera þeirra á milli sem hann
vildi og honum yrði mestur heiður í Þórði forsmánarlaust
í alla staði, nema hann vildi heldur nefna menn til, sem
Björn gerði, nefndi Vigfús hirðstjóra lögmann, séra Hall-
dór, séra Þórð, Jón Hákonarson, Sigurð Kollsson, Gísla
Svartsson, Þórð koll, Sigurð hvítkoll, Einar Dálksson, Sæ-
mund Þorsteinsson, Jón Sighvatsson, Odd lepp og Þórð
Sturluson. Gerðu þeir, að Þórður skyldi bjóða Birni og Sol-
veigu hústrú hans og öllum þeirra sveinum sæmilega veizlu
og gefa Birni til fimm tigi hundraða í gripum og sæmilegum
þingum. Veitti Björn harla sæmilega sínum mönnum fyrri
dagana og leysti alla hina beztu menn út með sæmilegum
gjöfum. Gifti Þórður Sigmundarson Ólöfu dóttur sína Ara
Guðmundssyni.“
Af frásögn annálsins mætti helzt ætla, að eitthvert
samband hafi verið milli ófriðar og sátta þeirra höfð-
ingjanna og kvonfangs Ara Guðmundssonar. En fyrir
því hafa engin rök fundizt. Þessi gifting varð afdrifa-
rík. Ari Guðmundsson var nýr maður í sögu Vestfjarða,
og fáum árum eftir að hann hafði aflað sér þar kvonfangs,
hafði hann erft þá mágana Þórð á Núpi og Gísla á Reyk-
hólum, sezt að á Reykhólum, mesta höfuðbóli á sunnanverð-
um Vestfjörðum, og honum voru jafnvel um tíma fengin í
hendur sýsluvöld yfir öllum héruðum sunnan frá Gilsfirði
vestur, norður og til Hrútafjarðar, og hann hafði náð eign-
arhaldi á mestum hluta jarða í austanverðri Barðastrandar-