Saga - 1973, Síða 107
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 103
sýslu, keypt Brjánslæk með þeim jörðum, sem næst lágu og
fengið í hendur allar þær jarðir í Dýrafirði og Önundar-
firði, sem Núpi fylgdu. Þetta var þó aðkomumaður austan
úr Þingeyjarsýslu, og hafa ættfræðingar ekki annað fundið
með vissu um ætt hans en það, að hann var bróðir lög-
mannsins norðan lands og vestan, Hrafns Guðmundssonar,
og verið getur, að móðurætt þeirra bræðra hafi verið að
rekja til Seldælingsins Hrafns Oddssonar, því að Hrafns-
nafnið gæti hafa verið þaðan runnið, og það varð ættfast
með niðjum Hrafns, bróður Ara.
Þó að Ólöf Þórðardóttir færði Ara mikinn auð í bú,
varð sambúð þeirra stutt. Ari giftist þá aftur Þorgerði
Ólafsdóttur, sem einnig var auðug kona, líklega af ætt
Seldæla eins og Ólöf. Með Ólöfu átti Ari einn son, Guðmund,
með Þorgerði eina dóttur, Ólöfu. Þessi tvö börn erfðu mest-
an auð hans, nema Þorgerður fékk að Ara látnum mála sinn,
fjögur hundruð hundraða í jörðum og hundrað hundraða
í öðru fé, og Ari hafði gefið laundóttur, er hann eignaðist,
Oddfríði, nokkurt jarðagóss í Önundarfirði til giftingar
henni.
Ólöf Aradóttir giftist Sumarliða, syni Lofts ríka Gutt-
ormssonar, en naut þeirrar giftingar skamma hríð, og eru
til margir vitnisburðir um, að Guðmundur bróðir hennar
hafi sölsað undir sig mikinn hluta eigna hennar. Annars
or heimildum um það ekki fulltreystandi, og er óvíst, að
hennar j arðeignir komi allar fram í skýrslunni, sem hér
fylgir. Hins vegar koma allar jarðeignir Guðmundar á
Vestfjörðum fram í skýrslunni 1446, einnig jarðeignir
stjúpu hans Þorgerðar og Oddfríðar systur hans.
Ari Guðmundsson á Reykhólum drukknaði 1423. Guð-
ftiundur sonur hans kvæntist það sama ár (7. október)
Helgu Þorleifsdóttur frá Vatnsfirði og fékk með henni
sem heimanmund Saurbæ á Rauðasandi og nokkrar jarðir
aðrar þar um kring, alls tvö hundruð hundraða í jörðum
°g auk þess hundrað hundraða í öðru fé. Hann var hinn
ttiesti búhöldur, átti stórbú á sex höfuðbólum, Reykhólum,