Saga - 1973, Qupperneq 109
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 105
(hálfa jörðina á 150 hdr.) 1387, endurreisti virðingu stað-
arins og ættarinnar og varð mesti ævintýramaður þjóðar-
innar á þessum tímum vegna glæsileika og víðförli. Hann
átti aðeins eina dóttur, er upp komst, Vatnsfjarðar-Krist-
ínu, vegskonu mikla og höfuðskörung meðal kvenna. Hún
giftist ung Jóni Guttormssyni í Hvammi, bróður Lofts
ríka, en hann lézt eigi löngu eftir giftingu þeirra. Síðar
giftist hún Þorleifi Árnasyni í Auðbrekku, stórættuðum
og auðugum Húnvetningi og áttu þau margt barna. Þor-
leifur dó 14281 og eftir það réð Kristín Vatnsfjarðarstað
með sonum sínum, sem urðu menn umbrotamiklir og óbil-
gjarnir. Dætur sínar, Helgur tvær, Solveigu og Guðnýju,
gifti hún stórauðugum mönnum og fékk þeim í hendur
mikinn heimanmund, en eigi eru heimildir um, hvað hún
lagði þeim til af jörðum á Vestfjörðum, nema Helgu eldri.
Jarðeignir sjálfrar hennar eru fram taldar í erfðaskrá
hennar 1458. Hún virðist hafa haft tilhneigingu til að
halda jarðeignum fjölskyldunnar á Vestfjörðum í eign
sjálfrar sín, og er því óvíst, að aðrir í fjölskyldunni hafi
fyrir andlát hennar átt þar miklar jarðeignir, nema þær,
or synir hennar höfðu keypt og kaupbréf eru enn til fyrir,
og svo Vatnsfjörð sjálfan, er Solveig móðir hennar gaf
Birni. — Jarðeignir Jóns Nikulássonar má að vissu marki
skoða sem hluta af Vatnsfjarðareignunum. Jón þessi var
afkomandi Birgittu, föðursystur Björns Jórsalafara, og
hafði Vatnsfjörður sjálfur fallið í erfð þeirrar greinar
^sttarinnar, og þess vegna hafði Björn Jórsalafari keypt
hann. — 1 eigu ættarinnar eru miklar jarðeignir utan
Vestfjarða, en um þau efni verður ekki rætt hér.
Af öðrum jarðeigendum á Vestfjörðum um miðja 15.
Öld er einkum að nefna niðja Odds lepps Þórðarsonar, er
átti um tíma miklar eignir í Bolungarvík, ögurþingum
°g víðar við Djúp og Súgandafjörð. — Ættin var grein
1 Áður hefur verið talið að Þorleifur hafi lifað til 1433, en hann
kemur hvergi við bréf eða nokkrar sögur frá ársbyrjun 1428.