Saga - 1973, Síða 110
106
ARNÓR SIGURJÓNSSON
af Erlendungum, en svo voru niðjar Erlends sterka Ólafs-
sonar kallaðir, og átti miklar jarðeignir í Dölum og á
Vestfjörðum í upphafi 15. aldar. Af börnum Odds lepps
eru kunnust Guðni í Ögri og Kristín, fylgikona Lofts ríka,
móðir Skúla, er Loftur gaf jarðeignir sínar í Barðastrand-
arsýslu. Skúli fékk einnig „erfiðislaun“ frá Oddi, móðurföð-
ur sínum, sextíu hundruð fyrir að fara með umboð barna
Guðna móðurbróður síns, eflaust í jörðum, en ekki eru
heimildir um, hvaða jarðir það voru, og kemur sú jarð-
eign hans því ekki fram á skýrslunni. — Guðni átti dætur
þrjár, er við þetta mál koma. Ein þeirra hét Sæunn og
giftist Bessa Einarssyni, er um sinn var sýslumaður í
Húnaþingi. Önnur hét Snjólaug og giftist Eyjólfi riddara
Arnfinnssyni. Þær fengu báðar jarðir í Hólshreppi í
heimanmund, en eiginmenn þeirra seldu síðan þær jarðir
með samþykki þeirra þeim Þorleifssonum 1 Vatnsfirði,
Eyjólfur Birni jarðir sinnar konu, Ós, Hanhól, Gil í Bolung-
arvík og auk þess Efstaland í Ögurþingum og Þernuvík við
Isafjörð, Bessi Einarsson Einari jarðir sinnar konu 1449,
Hól, Miðdal, Tungu, Meiri- og Minni-Hlíð, Bakka meiri
og minni, Breiðaból, Hraun meira og minna í Bolungarvík
og auk þess Botn og Keflavík í Súgandafirði. Þriðja dóttir
Guðna giftist Jóni sýslumanni Ásgeirssyni, er bjó í Ögri
eftir Guðna föður hennar, og var heimanmundur hennar
aðallega jarðir í Ögurþingum. Sonur þeirra meðal annarra
barna var Guðni á Kirkjubóli, faðir Björns í Ögri, og fóru
jarðeignir ættarinnar á Vestfjörðum aftur vaxandi á dög-
um þeirra feðga. Komst jafnvel Vatnsfjörður um tíma í
hendur Björns Guðnasonar.
Auk þessara jarðeigenda, er safnað höfðu fjölda jarða
í sínar hendur, er heimildir að finna um bændur, er áttu
ábúðarjarðir sínar og eitthvert jarðagóss umfram, svo sem
Hagabændur á Barðaströnd og Þorstein Sigurðsson, er seldi
Þorleifi Árnasyni Saurbæ á Rauðasandi fyrir Stóra-Laug-
ardal og fyrirheit um fleiri jarðir í Tálknafirði. Þykir