Saga - 1973, Page 111
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 107
ekki ástæða til að gera hér grein fyrir þessum bændum
umfram það sem skýrslan segir.
Hitt skiptir meira máli, hverjir hafa helzt verið eigendur
þeirra jarða, sem ekki finnast heimildir um frá 15. öld, en
það er nærri helmingur jarðanna að tölu. Nokkra hug-
mynd um það er helzt að fá við samanburð á heimildum
frá 15. öld og jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Við þann samanburð kemur vitanlega margt til athug-
unar. Vissulega urðu miklar breytingar á eignarhaldi
jarðanna á þeim rúmlega 260 árum, sem liðu frá því að
skýrsla var gerð um jarðeignir og aðrar eignir Guðmund-
ar Arasonar ríka og þar til þær jarðalýsingar voru gerðar,
er Jarðabók Á. M. og P. V. geymir. Þannig hafði kirkjan
eignazt talsvert jarðagóss. Munaði þar mestu, að hún
hafði fengið Vatnsfjörð og Hrafnseyri í hendur og þá um
leið full yfirráð yfir þeim eignum, er þeim stöðum fylgdu.
Alls voru 1710, er þessi jarðabók var gerð, allt að 150
byggðar jarðir taldar eign kirkjunnar. Konungur hafði
og aukið jarðagóss sitt verulega, og var tala konungsjarða
orðin um 45, en konungseignir voru litlar sem engar fyrr
en hann náði eignarhaldi á nokkrum hluta jarðeigna Guð-
mundar Arasonar, og lék þó á ýmsu í fyrstu um eignarhald
þeirra jarða. Enn hafði það haldizt, að mikið jarðagóss
var í höndum stóreignamanna, en þó var það nokkru
dreifðara en verið hafði á 15. öld, og skal nokkur grein
gerð fyrir því, hverjir voru helztir jarðeigendur á Vest-
fjörðum um 1710.
Jarðeignir stóreignamanna á Vestfjörðum á 15. öld
sundruðust að mestu í margslungnum deilum þeirra á
síðari hluta þeirrar aldar og í upphafi 16. aldar. Nokkur
slitur þeirra komust þó til tveggja dætra Björns Guðna-
sonar í Ögri, til þess að verða í höndum þeirra og niðja
þeirra ásamt öðru stofn til nýrrar auðsöfnunar í jarð-
eignum. önnur þessara systra, Guðrún, giftist fyrst Bjarna
Andréssyni, Guðmundarsonar ríka, og fékk á þann hátt