Saga - 1973, Síða 112
108
ARNÓR SIGURJÓNSSON
auk heimfylgju sinnar nokkra hlutdeild í þeim arfi, er
Solveig Guðmundsdóttir ríka vann með meira en hálfrar
aldar baráttu og gaf síðan bróðursonum sínum. Eftir lát
Bjarna giftist Guðrún öðru sinni Hannesi hirðstjóra Egg-
ertssyni, og var sonur þeirra Eggert lögmaður Hannesson,
er varð einhver auðugastur maður hér á landi á 16. öld,
enda heppnaðist honum að fá í arf eftir fyrstu konu sína
nokkurn hluta Möðruvallaauðs auk arfsins eftir foreldra
sína. Eggert eignaðist tengdason, sem ekki var síður auð-
sæll en hann, Magnús Jónsson frá Svalbarði, sem kallaður
var Magnús prúði. Sonur Magnúsar var Björn sýslumaður
í Saurbæ. Hann fékk Saurbæ að gjöf frá móðurföður sínum
og síðan drjúgan arf eftir föður sinn í jarðagóssi, og loks
kvæntist hann auðugri bóndadóttur frá Skarði, er eigi
varð langlíf. Með henni átti hann son, er Eggert hét og síðar
varð eigandi að Skarði. Eftir það kvæntist Björn sýslumað-
ur dóttur Arngríms lærða, og voru þeirra börn séra Páll
i Selárdal og Sigríður, móðir Björns Þorleifssonar biskups.
Hér hefur verið rakinn sá ættleggur, er jarðsælastur varð
á Vestfjörðum frá lokum 15. aldar til 1700 og getið nafna
þeirra, er flestar jarðir áttu.
Eggert á Skarði kvæntist Valgerði Gísladóttur lögmanns
Hákonarsonar frá Bræðratungu. Kom þar saman mikill
auður jarðeigna, enda var Eggert kallaður „hinn ríki“.
Hann dó 1681, en Valgerður lifði til 1702, þótti höfuðskör-
ungur og hélzt henni vel á Skarðsauðnum. Þau hjón eign-
uðust dætur einar barna, en sáu vel fyrir þeim á þann
hátt að gifta þær auðugum mönnum. Árið 1710 voru þær
systur einna mestir jarðeigendur á Vesturlandi, og þá líka
á Vestfjörðum. Guðrún, elzt þeirra systra, giftist Birni
sýslumanni Gíslasyni frá Hlíðarenda og bjuggu þau á
Saurbæ á Rauðasandi. Hún var orðin ekkja 1710, og
átti þá 28 jarðir á Vestfjörðum, og eru þá kirkjujarðir,
sem taldar eru eign Saurbæjar, ekki með taldar. Arnfríður,
næstelzt þeirra systra, giftist Þorsteini Þórðarsyni, og tóku