Saga - 1973, Qupperneq 114
110
ARNÓR SIGURJÓNSSON
af jarðeignum konungs. Konungseignir í jarðagóssi voru
að vísu ekki mjög miklar á Vestfjörðum, því að þar var
ekki klausturjarðir að taka í konungseign, en nokkrar jarð-
ir þeirra fornu stórbokkanna, Vatnsfjarðarhöfðingja og
Guðmundarniðja Arasonar, höfðu þangað lent. Sýslu-
mennirnir gátu haft drjúgar tekjur af innheimtu sinni,
því að eítir að 15. öldinni lauk, og einkum eftir siðaskiptin,
varð sýslumannsstarfið, sem aðallega var innheimtustarf
fyrir konungssjóðinn, fast og öruggt starf langrar ævi,
en ekki lengur veitt frá ári til árs, eins og oft var framan
af konungsveldistímanum.
Annars þykir rétt að geta hér einnar ættar, sem
meira minnir á fornar ættir jarðeignamanna, en það eru
Kirkjubólsmenn í Langadal. Þá ætt má rekja til Torfa
lögsagnara á Kirkjubóli, sonar Jóns Ólafssonar í Hjarðar-
dal og Þóru Bj örnsdóttur, Guðnasonar, og er þangað að
sækja stofninn að ættarauðnum. Sonur Torfa var Snæbjörn
prestur á Kirkjubóli og hans sonur Torfi prestur á sama
stað, og hans sonur Snæbjörn lögréttumaður þar, en ann-
ar sonur Torfa Snæbjarnarsonar var Páll sýslumaður á
Núpi. Snæbjörn var látinn, er jarðatalið 1710 var gert, en
ekkja hans lifði, Helga Eggertsdóttir frá Sæbóli, og rakti
hún ætt sína til Andrésar Guðmundssonar ríka, og hafði
einhver dreif af jarðaauði þaðan fallið henni í skaut. 1710
voru fulltrúar ættarinnar Páll sýslumaður, Helga, sem þá
hafði flutt suður að Múla í Kollafirði til sonardóttur sinnar
Margrétar, er nú var látin, og Eggert sonur þeirra Snæ-
bjarnar, bóndi á Kirkjubóli. Alls eru taldar 25 jarðir í eigu
þessara þriggja aðalfulltrúa ættarinnar, 6 í eign Eggerts
á Kirkjubóli, 9 í eign Helgu, 10 í eign Páls sýslumanns.
Hér hefur verið gerð grein fyrir þeim jarðeigendum
1710, sem sambærilegir eru við jarðeigendur þá á Vest-
fjörðum, sem heimildir eru um frá 15. öld. Breytingin,
sem orðið hefur á þessu, er aðallega fólgin í tvennu: jarð-
eignir hafa að verulegu leyti færzt á nýja ættstuðla og auk