Saga - 1973, Side 115
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 111
þess á fleiri hendur. Ættartengslin milli aðaljarðeigend-
anna á 15. öld og aðaljarðeigendanna um 1710 eru svo
veik, að það gegnir furðu, einkum milli Guðmundar ríka
og Vatnsfirðinga annars vegar og Skarðverja og Seldæla
hins vegar. Árið 1710 finnast enn nokkrir jarðeigendur,
sem eiga nokkrar jarðir hver, t. d. Sæmundur Magnússon
á Hóli í Bolungarvík, sem á 9 jarðir, og Ari Þorkelsson
í Haga, sem á 5 jarðir, og enn nokkrir, sem eiga þá 2, 3
eða 4 jarðir. Gera má ráð fyrir, að svo hafi einnig verið
á 15. öld, þó að ekki séu heimildir um nema fáa þeirra.
Svo er enn margra getið í Jarðabók Á. M. og P. V., sem
aðeins eiga hluta í jörðum eða eina jörð mest, og allar líkur
eru til, að svo hafi einnig verið á 15. öld. Margt slíkra
smáeigenda eru börn, sem hlotið hafa erfðahlut í jarðar-
Parti. Meirihluti þessara jarðeigenda er talinn eiga heima
á Vestfjörðum, en margir þeirra eiga heima annars staðar
á landinu, jafnvel víðs fjarri. Þegar betur er að gáð, býr
fátt þessara smáeigenda á jarðeign sinni. Árið 1710 eru
taldir 847 ábúendur í þeim sveitum á Vestfjörðum, sem
hér hafa verið teknar til athugunar. Af þeim bjó að-
eins 61 á eigin ábúð, eða 7,2% ábúenda. Hinir voru leigu-
iiðar kirkju, kóngs, stóreigenda jarða eða manna sem áttu
1) 2, 3 eða 4 jarðir eða aðeins hluta úr jörð; leiguliðar
voru alls taldir 786. Því miður verður ekki gerð sams konar
talning ábúenda um 1450, en líklegast er, að hlutfallið
milli þeirra sem bjuggu á sjálfs sín eign, og þeirra, er voru
ieiguliðar, hafi verið svipað, eða a. m. k. hafi eigi nema
Uln 10% bændanna búið á jarðnæði sjálfra sín. Árið 1842
hafði hlutfallið aftur breytzt nokkuð til hinnar handar,
Því að þegar á 18. öld var byrjað að selja bændum ábúðar-
Jarðir sínar, aðallega stólsjarðir, en einnig konungsjarðir,
þó að í minna mæli væri. Árið 1842 voru í þeim sveitum,
sem hér hafa verið teknar til athugunar, 796 ábúendur,
og bjuggu þá 146 þeirra á ábúð, er þeir áttu að mestu eða
°hu, en það eru rúmlega 18,3% ábúendanna.