Saga - 1973, Síða 116
112
ARNÓR SIGURJÓNSSON
III. Kjör leiguliða.
Frá því er tíundarlögin voru sett 1096 höfðu jarð-
eignir Islendinga stöðugt verið að færast á hendur kirkj-
unnar og stóreignamanna. Þessi þróun var mjög á veg
komin um miðja 15. öld. Næstu hundrað árin virðist ekki
hafa orðið veruleg breyting á þessu, önnur en sú, að kirkj-
an náði talsvert miklum jarðeignum af stóreignamönnum.
Barátta kirkjunnar og stóreignamanna og innbyrðis átök
þeirra síðarnefndu þóttu söguefni, og eru því talsvert
miklar heimildir til um þá baráttu, en þær verða ekki
raktar hér. Konungsvaldið hafði einnig klófest nokkrar
jarðeignir hér á landi um miðja 15. öld, en þær voru
ekki svo miklar, að það varðaði verulega hag fólksins
í landinu. Á næstu hundrað árum, fram til 1550, fóru
jarðeignir konungs talsvert vaxandi hér á landi, einkum
á kostnað stórjarðeigenda, og með siðaskiptunum um miðja
16. öldina tók konungur rúman þriðjung jarðeigna kirkj-
unnar í sínar hendur, klaustureignirnar allar og að auki
verulegan hluta af eignum Jóns biskups Arasonar og sona
hans, Björns og Ara. Breytingin á eign og yfirráðum
jarða frá því um miðja 15. öld var aðallega tilfærsla
þeirra eigna og yfirráða, fyrst frá veraldlegum stóreigna-
mönnum innlendum til kirkjunnar, síðan frá kirkjunni
(og jafnframt, þó aðeins að litlu leyti, frá innlendum stór-
eignamönnum) til konungs.
Þegar um miðja 15. öld hafði mestur hluti bænda verið
leiguliðar. Heimildir um þetta eru því miður ekki greini-
legar, jafnvel gleggstu og skilríkustu heimildir frá Vest-
fjörðum, sem hér hafa verið notaðar, eru raunverulega
aðeins brotasilfur. Með samanburði við Jarðabók Á. M.
og P. V. er unnt að áætla, — en aðeins að áætla, að um
90% bændanna á Vestfjörðum hafi verið leiguliðar. Af
heimildum, sem til eru um jarðeignir kirkjunnar og stór-
jarðeigenda í öðrum landsfjórðungum, virðist mega ráða,
að leiguliðar hafi þar eigi verið færri hlutfallslega af