Saga - 1973, Síða 117
JARÐAMAT OG JARÐEIGNIR Á VESTFJÖRÐUM 113
tölu bændanna alls, hitt jafnvel líklegra, að þeir hafi verið
fleiri.
Hver voru svo kjör þessara leiguliða? Voru þau óbreytt
allan þennan tíma frá því um 1100 fram á síðustu öld?
Áður hefur verið gerð grein fyrir því, að furðu lítil
breyting virðist hafa orðið á tölu jarða frá því um 1100
fram til 1900, önnur en sú, að eyðijörðum fjölgaði og
byggðum jörðum fækkaði, er árferði var erfitt, en svo
fjölgaði byggðum jörðum aftur, er batnaði í ári. Fjöldi
ábúenda fylgdi nokkurn veginn eftir fjölda byggðra jarða,
enda var einn bóndi á flestum jörðum, þó tvíbýli á allnokkr-
um jarðanna, einkum þegar vel áraði, og jafnvel fleirbýli
á sumum hinna stærri jarða. Skýrslan hér að framan
sýnir ekki tölu ábúenda á Vestfjörðum um miðja 15. öld,
enda verða þeir ekki taldir eftir frumheimildum, en 1710
voru þeir 847, og 795 í sömu sveitum 1842, hafði fækkað
um 52. Sú fækkun stafaði raunverulega einvörðungu af
þeirri breytingu, er varð á sjósókninni, flutningi sjó-
sóknar frá sveitaheimilum til Flateyrar, Isafjarðar og
Bolungarvíkur, fyrstu vísum að sjósóknarkauptúnum.
Kjör þau, er leiguliðum buðust, virðast hafa tekið litlum
breytingum frá öld til aldar, frá 1100 fram á síðari hluta
19. aldar. Þeir skyldu greiða leigu af jarðarverðinu í land-
uurum, þ. e. framleiddum afurðum eða búpeningi. Heimilt
var, að þessi leiga væri allt að lögvöxtum af jarðarverðinu,
en lögvextir voru 10%. Ekki hafa fundizt heimildir um,
hvernig þessu hefur verið fylgt upphaflega, en í Jarðabók
Á. M. og P. V. er getið leigumála eða „landskuldar" flestra
iarða, og er hann á flestum stöðum 5—6%, ef miðað er
við fornan leigumála, en hann gat þó verið hærri, allt
að 10%. Á mörgum jörðum er þó talað um lægri leigumála,
»síðan bóluna“ eða á síðustu árum, og er af því augljóst,
að leigumálinn hefur a. m. k. öðru hverju farið eftir því,
bvernig gengið hefur að leigja jarðirnar.
Leigujörðum fylgdu kúgildi, og fór fjöldi kúgildanna
aðallega eftir mati jarðanna, þó ekki eftir órjúfandi reglum.
8