Saga - 1973, Síða 118
114
ARNÓR SIGURJÓNSSON
í skýrslunni um jarðeignir Guðmundar Arasonar er getið
kúgilda á hverri jörð hans, og ber því að mestu saman
við Jarðabók Á. M. og P. V. um það, hve mörg kúgildi
hafi fylgt jörðinni „að fornu“. En á sumum jörðunum
voru kúgildin færri 1710 en verið hafði áður, og virðist
það hafa stafað af því, að samdráttur hafi orðið í búskapn-
um „eftir bóluna“. Á smæstu jörðunum, 6 hdr. jörðum,
hafa kúgildin ekki verið nema 2 eða mest 3, á 8 hdr. jörðum
2—4, á 12 hdr. jörðum 4—5, á 16—24 hdr. jörðum 6—8, á
30—40 hdr. jörðum 8—12 oftast. Ekki hefur þetta verið
alveg bindandi regla. Leigjendur skyldu bera ábyrgð á
kúgildum þeim, er þeir tóku við, en er harðnaði í ári, vildi
við brenna, að þeir gætu ekki við ábyrgðina staðið, og þá
líka erfitt fyrir landeigendur að fylgja fram viðurkenndum
rétti sínum. Kúgildi þau, er jörðunum fylgdu, gerðu leigj-
endum það léttara að hef ja búskapinn, en erfiðara að hagn-
ast á búskapnum. Leigan af kúgildunum var há, þó að slíkt
færi í reynd nokkuð eftir aðstæðum (þau voru greidd í af-
urðum eða fénaði), og alltaf drógu kúgildin úr því, hvað
bóndinn gat sjálfur eignazt af búpeningi. 10 ásauðar-kú-
gildi í sauðfé voru 60 ær með lömbum að vori, og eins og bú-
stærðin var 1710, voru ekki margir bændur á Vestfjörðum,
sem áttu meiri sauðfjárstofn en til þess svaraði. 10 kúgildi
í nautpeningi voru 10 meðalkýr framgengnar að vori, og
voru þeir bændur enn færri 1710, er áttu kúabú er til þess
svaraði, jafnvel þótt þeir hefðu á leigu jörð, sem svo mörg
kúgildi fylgdu. Þegar bú leiguliðanna eru athuguð, eins
og þau eru framtalin í Jarðabók Á. M. og P. V., virðast
þeir, sem áttu meira en hálft það bú, er þeir höfðu undir
höndum, ekki hafa verið margir. Því nær undantekningar-
laust lifðu leiguliðarnir því alveg á hungurmörkum. Þannig
mun það einnig hafa verið á miðri 15. öld.
Fólk, sem býr við svo mikla fátækt sem íslenzku leigu-
liðarnir, um 90% þjóðarinnar, bjuggu við um aldir, frá
því um 1300 fram á fyrri hluta 19. aldar, getur hvorki