Saga - 1973, Blaðsíða 121
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928 117
Um aldamótin 1900 voru uppi ýmsar hugmyndir og
ráðagerðir um lagningu járnbrautar hér á landi. Árið
1905 herma fregnir að norðan frá því, að brezkt náma-
félag hafi áhuga á gerð járnbrautar frá Húsavík að Reykja-
hlíð við Mývatn í tengslum við væntanlegt brennisteinsnám
félagsins, og sama ár lagði Knud Zimsen verkfræðingur
til við bygginganefnd Reykjavíkurbæjar, að lögð yrði spor-
braut í bænum, en þeirri tillögu var eindregið hafnað.
Snemma árs 1913 sótti Vestur-lslendingurinn Indriði
Reinholt um leyfi til þess að reka sporbraut í Reykjavík.
Var að því sinni tekið vel undir þá málaleitun, en þegar á
skyldi herða, guggnaði Indriði. Árið 1912 kom Þórarinn
Kristjánsson verkfræðingur heim að loknu námi erlendis.
Hann starfaði um skeið hjá Landsverkfræðingi og vann
að athugunum og mælingum á járnbrautarstæði frá Reykja-
vík austur um Þingvelli að Selfossi, og árið 1914 var lögð
fram ýtarleg áætlun um járnbraut frá Reykjavík um Þing-
velli og Selfoss að Þjórsá, með hliðargrein til Eyrarbakka
fi'á Selfossi. Jón Þorláksson verkfræðingur vann m. a. að
áætlun þessari. Gert var ráð fyrir eins metra sporvídd
°g mestum halla á brautinni 1:40. Kostnaður var talinn
innan við fjórar milljónir króna. Áætlun þessi fór út um
Þúfur, en á árunum 1922—24 voru enn gerðar kannanir
°g mælingar á járnbrautarstæði frá Reykjavík um Þrengsli
a<5 Selfossi. Athugun þessi var gerð á vegum ríkisstjórn-
ai'innar af verkfræðingunum Valgeiri Björnssyni og
Sverre Möller, norskum manni.
Þó dagaði uppi hugmyndir manna og vonir um þá
miklu samgöngubót, járnbrautirnar, og einu kynnin, sem
^enn höfðu hér í reynd af þeirri flutningatækni, sem
skipt hafði sköpum í atvinnulífi velflestra landa allra
^eimsálfa, voru litlir og léttir farmvagnar, sem menn
e$a hestar ýttu og drógu á mjóum sporbrautum og ör-
stuttum, — flestar eða nær allar í notkun á fiskvinnslu-
stöðum. En þótt draumurinn um járnbraut rættist aldrei
fullu. fengu menn um stund með óvæntum hætti nasa-