Saga - 1973, Side 122
118
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
sjón af tröllatökum járnbrautanna, þegar hófst hin mikla
hafnargerö í Reykjavík, árið 1913.
Hafnleysið í Reykjavík stóð höfuðstað landsins mjög
fyrir þrifum fyrir og eftir aldamótin 1900, þegar útgerð
á þilskipum (skútum) og botnvörpungum hófst að ráði.
Hvergi var hægt að landa beint úr skipi á bryggju eða
hafnarbakka. Allar vörur og nauðsynjar varð að bera
á bakinu eða aka á litlum hand- eða hestvögnum niður
á bryggjustúfana, handlanga út í uppskipunarbáta og
róa þeim út að skipi, sem lá við festar undan landi, og
jafnhenda síðan varninginn um borð eða draga upp með
vindum stærri skipanna, þegar bezt lét. Hafskip og togarar
voru þó lestuð og affermd með 8—10 rúmlesta prömmum,
er vélbátar drógu. Höfnin eða skipalægið í Reykjavík á
þessum árum var næsta berskjölduð fyrir veðrum og vindi
af hafi. Skjólgarðar voru engir nema Grandinn, rifið
milli örfiriseyjar og lands, og var að mestu í kafi um
háílæði. Eina hafnarmannvirkið, sem Reykjavíkurbær lét
gera til lendingarbóta, var Steinbryggjan — niður af
Pósthússtræti. Hún var fyrst gerð árið 1884, að mestu
úr timbri, og var þá kölluð Bæjarbryggjan. Hún var endur-
bætt og fullgerð úr steini árið 1892 og nefndist síðan Stein-
bryggjan. Enn var bryggjan lagfærð árið 1906 og þá
hlaðin brimklöpp úr höggnu grjóti stuttan spöl austur af
bryggjunni. En sjávarsandur barst látlaust að bryggjunni,
og að jafnaði gátu einungis smá skip lagzt að henni.
Aðrar bryggjur í höfninni voru bryggjur kaupmanna,
fremur veigalítil mannvirki og náðu svo skammt til sjávar,
að við fæstar þeirra var lendandi við lágfjöru. Vestast í
höfninni var 1913 dráttarbraut eða Slippur 0. Ellingsens,
á Hlíðarhúsasandi, en vestasta bryggjan var Geirsbryggja,
kennd við Geir Zoega, niður undan verzlunarhúsi hans.
Vestan við í Grófinni var Björnsbryggja, en næsta bryggja
fyrir austan Duusbryggja (áður Fischersbryggja), beint