Saga - 1973, Page 125
121
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928
Zimsen, Lárus H. Bjarnason, Magnús Th. S. Blöndal og
Tryggvi Gunnarsson. Allur undirbúningur mun þó einna
mest hafa hvílt á þeim Páli Einarssyni, Tryggva Gunnars-
syni bankastjóra og verkfræðingunum Jóni Þorlákssyni,
Knud Zimsen og Þórarni Kristjánssyni.
Lokasamþykkt um framkvæmdir í hafnarmálunum var
gerð á bæjarstjórnarfundi 28. desember 1911. Skyldi verkið
boðið út samkvæmt grundvallarhugmyndum norska verk-
fræðingsins Gabriels Smiths, en þær voru einkum í því
fólgnar að gera mikla hafnarkví undan miðbænum, milli
GRANDA og BATTERÍS, með skjólgörðum frá Örfirisey
til lands, suður af eynni gegnt þriðja garðinum út frá
Batteríi, en hafnarmynnið þeirra á milli. Allmörg tilboð
bárust í verkið, en þau voru opnuð laugardaginn 31. ágúst
1912. Tilboði frá fyrirtæki danska verkfræðingsins N. C.
Monbergs, að upphæð ísl. kr. 1. 510.000, var tekið mánuði
síðar, að því tilskyldu, að verkinu yrði lokið 1. október
1916.
Verkefnið.
Fyrsta og helzta viðfangsefnið við hafnargarðinn var
aðflutningur á fyllingarefni — ef til vill allt að 400—500
þús. rúmmetrum af möl og grjóti — í skjólgarðana og
hafnarbakka. Til þessara framkvæmda þurfti stórvirk tæki
til flutninga og moksturs, og eina farartækið, sem á þessum
árum kom til greina við slíka flutninga, var járnbrautar-
lestin. Þegar tilboði Monbergs var tekið haustið 1912,
i’éðst Þórarinn Kristjánsson til starfa hjá honum. Þórarinn
tók þegar að kanna allar aðstæður til grjót- og malarnáms,
svo og legu járnbrautar milli grjótnáms og hafnarinnar.
Gerði hann uppdrætti að brautarstæðinu. Auk járnteina
i a. m. k. 10 km langa braut þurftu verktakar að flytja
^ieð sér 1—2 eimreiðir til dráttar, um 60 farmvagna, 2—3
ámokstursvélar (krana), loftþjöppu og sprengiefni, dýpk-
unarskip, mikið magn staura í brautarbryggjur, pramma
til uppskipunar og óteljandi hluti aðra og efni.