Saga - 1973, Síða 128
124
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
hreppti vont veður á leiðinni og kastaði loks akkerum í
Reykjavíkurhöfn seint að kvöldi 8. marz. Með skipinu
kom N. P. Kirk yfirverkfræðingur við hafnargerðina, svo
og aðrir verkfræðingar og verkstjórar. Með þessum fyrsta
birgðaflutningi til hafnargerðarinnar kom m. a. fyrri eim-
reiðin, sem notuð var (MIN0R), flutningavagnar, járn-
brautarteinar, 2 lyftikranar, timburstaurar í bryggjur og
loks tveir uppskipunarprammar, 6 x 12 m að stærð, og
bar hvor þeirra um 50 tonn.
Við komuna til Reykjavíkur var náttmyrkur og úfinn
sjór, og þótti Kirk illa horfa um losun á farminum með
prömmum á sjó úti, eins og fyrirhugað var. Þess vegna
var það ráð tekið að halda þegar til VIÐEYJAR og skipa
birgðum þar á land í fyrsta áfanga, en í Viðey var útgerðar-
stöð Milljónafélagsins svokallaða, aðdýpi var mikið við
eyjuna og góð hafskipabryggja. Uppskipunin hófst þegar
næsta dag, sunnudaginn 9. marz.
öll stærstu tækin til hafnargerðarinnar voru flutt í
mörgum hlutum, prammarnir t. d. hvor í fjórum hlutum
og eimreiðin í tveim. Skipið var losað um háflæði. Lögð
var teinabraut á bryggjuna og farmurinn dreginn á land
eftir brautinni. Þegar uppskipun úr Edvard Grieg var
lokið, voru prammarnir settir saman og fermdir við næsta
háflæði. Á prömmunum voru brautarspor, og var farm-
urinn dreginn út á prammana frá sporinu á landi.
Hjá Milljónafélaginu unnu þá m. a. tveir ungir menn,
þegar Edvard Grieg bar að landi, þeir Páll Ásmundsson
og Ólafur Kærnested. Störfuðu báðir við vélar, Páll í þurrk-
húsi þar á staðnum, en ólafur á vélbáti. Kaup þeirra
var rýrt, eins og þá var títt hjá flestum launþegum, eða
65 kr. á mánuði. Þeir félagar munu að líkindum hafa eygt
tækifæri til frama í starfi og skárri launa, er gestina bar
að garði með skipsfarm af nýstárlegum tækjum og vél-
um. Páll kunni nokkuð í dönsku, gaf sig á tal við Kirk og
leitaði hófanna um starf við væntanlega hafnargerð.
Tók Kirk málaleitan Páls vel, og voru þeir tvímenningarnir