Saga - 1973, Page 129
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928 125
þegar ráðnir í þjónustu Monbergs. Var fyrirhugað, að þeir
störfuðu við eimreiðarnar, fyrstu 6 mánuðina sem kyndar-
ar og aðstoðarmenn og síðar ef til vill sem fullgildir eim-
reiðarstjórar. Kaup skyldi vera 40 aurar á klukkustund,
en almenn verkamannalaun voru þá um 30—35 aurar á
klukkustund.
Páll Ásmundsson varð síðar sá maður, er allra starfs-
manna lengst vann við hafnargerðina og höfnina í Reykja-
vík. Meðan á hafnarframkvæmdunum stóð, vann Páll nær
oingöngu sem eimreiðar- og lestarstjóri, en að því starfi
loknu sem járnsmiður hjá Reykjavíkurhöfn. Páll er fædd-
ur að Brekkustíg 17 í Reykjavík 17. apríl 1894, sonur
Ásmundar Ásmundssonar skipasmiðs og konu hans Vil-
borgar Rögnvaldsdóttur.
Prá Viðey voru birgðirnar síðan fluttar með prömmum
til Reykjavíkur. Vélbátar drógu prammana, og var þeim
i’ennt að landi í fjörunni eða krikanum innan við Örfiris-
eyjargranda. Þá voru lagðir flekar með teinabrautum milli
prammanna og fjörunnar og farmurinn síðan dreginn í
böndum á land. Hópur manna stai’faði við þessa losun í
fjörunni, og oftast voru notaðar aflvindur, talíur, þegar
þyngstu hlutirnir voru dregnir í land. Birgðirnar voru
þessu næst fluttar að fiskverkunarstöð Alliance skammt
ofan við fjöruna, en þar var rúmt athafnasvæði og fyrsta
bækistöð hafnargerðarinnar í landi. Við tilfærslur á hlut-
um voru notaðar þungavindur, krafttalíur, í stórum þrí-
fótum, „þríbeinum".
.Járnbrautin lög'ö. Lega brautarinnar.
Byrjað var í marzlok á lagningu fyrri áfanga járn-
bi’autarinnar, frá örfiriseyjargranda að öskjuhlíð. Um
100 manna hópur verkamanna starfaði við brautarlagn-
ipguna, og svipaður fjöldi vann flest árin við hafnar-
Serðina, stundum þó yfir 140 manns. Brautarstæðið var
jafnað og sléttað á um það bil fjögurra metra bieiðri