Saga - 1973, Blaðsíða 133
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928 129
Austurálman.
Frá Öskjuhlíðinni lá brautin fyrst í krappri beygju
vestan við HAFNARFJARÐARVEGINN (austan við bæ-
inn Hlíðarenda), og norður með honum yfir mót Laufás-
vegar og nokkuð austan við SUÐURPÓL fram hjá bænum
HLÍÐ á hægri hönd og Breiðholti, sem var á vinstri hönd
fast við brautina, að HAFNARSMIÐJUNNI. Þaðan stefndi
brautin í norðaustur fram með þáverandi Hringbraut
vinstra megin við hana (skammt vestan við núverandi
Snorrabraut), síðan austan og neðan við öskuhaugana,
sem stóðu í holtsrótunum neðar en núverandi Heilsu-
verndarstöð, þá þétt við Hesthús bæjarins á hægri hönd,
þar sem síðar reis Mjólkurstöð, nú Osta- og smjörsalan,
°S stefndi úr Norðurmýrinni á Gasstöðina á túninu milli
Hringbrautar og Rauðarárstígs. Þar lá brautin yfir Lauga-
veg og Hverfisgötu skammt frá Gasstöðinni, og sveigði-
síðan um 90° ofan við klæðaverksmiðju Iðunnar og niður
að sjó. Frá Laugavegi að sjónum var erfiðasta brekkan
á allri brautinni og þess vegna ekki hægt að taka fleiri
vagna í lest en 17, og varð að hafa hemlavagn með í lestinni.
Næst lá brautin rétt ofan við Sjávarborg og síðan niður
Undir sjávarmál fram með húsum Sláturfélagsins, en þar
varð að reisa timburgrind með palli undir sporið, þá
ueðan við hús Kveldúlfs og Völundar, Verkfærahús lands-
ius, (Landssmiðjuna) og að bænum HÖFN við gatnamót
lugólfsstrætis.
Á strandlengjunni frá Sjávarborg að HÖFN náði fjaran
fast að byggð og brautinni, og mátti vart tæpara standa, að
brautin, stæðist sjógang á þessum slóðum. Þetta svæði var
því fyllt upp, fyrir árið 1928, og lögð þar síðan Skúlagata.
Við HÖFN voru brautarmót, lá ein grein út á Batteríisgarð,
en önnur fram með höfninni og náði lengst vestur með Vél-
smiðjunni HAMRI. Sporið var mjög breytilegt á þessari
grein, eftir því sem uppfyllingu í fjörunni miðaði fram,
°& var þá oft og einfaldlega borið með handafli til hliða.
9