Saga - 1973, Page 136
132
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
lestinni og færð stuttan spöl aftur á bak. Síðan var hvolft
úr vögnunum, og alltaf í átt til hafs, á Granda t. d. í vestur
og á Batteríisgarði til austurs. 1 fyrstu lotu var steypt
niður möl eingöngu, þar til myndazt hafði uppmjór hryggur
á sjávarbotni, og var magn þessarar fyrstu fyllingar við það
miðað, að rétt örlaði á malarhryggnum við lágstraumsf jöru.
Þessu næst var grjóti hvolft niður á hrygginn, og ultu þá
hnullungarnir beggja vegna af hryggnum, og féll grjótið
þannig bæði utan við og undir bryggjuna. Bryggjurnar
voru mjóar, og rann farmur vagnanna þétt niður með
bryggjustólpunum, en landmegin, í átt að hafnarkvínni,
var pallur fram með sporinu, þar sem verkamenn stóðu,
þegar hvolft var úr vögnunum. 1 verklýsingu var kveðið
svo á, að breidd á undirstöðu garðanna við sjávarbotn
yrði um 18 metrar. Var þetta atriði kannað frá sjó, og ann-
aðist Þórarinn Kristjánsson það verk, en hann var ráðinn
eftirlitsmaður við hafnargerðina 1. apríl 1916.
Unnið var jöfnum höndum að uppfyllingu við bryggj-
urnar og meiri lengingu þeirra, þ. e. byrjað var að fylla
upp með möl og grjóti, jafnskjótt og hæfilega langur spöl-
ur af bryggjunni var fullgerður. Meðan á uppfyllingu stóð
og einkum undir lokin þurfti öðru hverju að jafna fylling-
una og ryðja í skörð. Það gerðu verkamenn með járnkörl-
um á milli ferða lestanna. En menn komust snemma að
raun um, að fylgjast mátti með því, hvar lestin væri stödd
á sporinu, á þann hátt að hlusta teinana, leggja eyrað fast
að öðrum teininum, en þegar lestarnar óku á brautinni,
myndaðist stöðugur hljómur í teinunum, missterkur eftir
því, hvað lestin var langt undan. Hljóð barst mjög langt
með teinunum, einkum í köldu lofti og þurru, stundum alla
leiðina frá öskjuhlíð út á Norðurgarð.
Grjótnámið í öskjuhlíð.
Náman í öskjuhlíðinni má kallast eina grjótnám hafn-
argerðarinnar, þótt nokkuð kæmi að vísu upp af grjóti í