Saga - 1973, Side 139
JÁRNBRAUTIN í REYKJAVÍK 1913—1928 135
hemlaði og lestin stöðvaðist. Kom stúlkan niður á milli
vagna, og þótt eimvagninn væri þegar stöðvaður, áttu
hinir vagnarnir enn eftir að renna stuttan spöl að eim-
reiðinni vegna togs í tengigormum milli vagnanna. Lenti
einhver brún eins vagnana á læri stúlkunnar með þeim
afleiðingum, að hún lærbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli.
Bryggjan á Granda. — Annað slys.
Þegar byrjað var að reisa brautarbryggjuna á örfiris-
eyjargranda vorið 1913, varð nokkur ágreiningur milli
Kirks og Björns Jónssonar bryggjusmiðs, verkstjóra við
bryggjusmíðina.
Samkvæmt áætlunum þeim og teikningum, er Kirk hafði
undir höndum, var gert ráð fyrir tveim burðarstólpum
milli hafa í bryggjunum, og þar með var áætlaður sá
fjöldi staura, sem nota þurfti við bryggjusmíðarnar í
heild. Birni þótti stólparnir of fáir, taldi, að bryggjurnar
yrðu með þeim hætti of veikburða, og vildi bæta einum
stólpa við. Kirk benti hins vegar á, að kostnaður við þennan
Hð smíðinnar mundi þá aukast, og taldi ekki fært að víkja
frá áætlununum. Varð úr, að farið var eftir teikning-
unum. Kirk lagði síðar fyrir Pál Ásmundsson að gera sér
viðvart tafarlaust, ef hann fyndi veikleikamerki á bryggj-
unni við akstur lestarinnar, en þeir Páll og Ólafur voru þá
þegar um vorið byrjaðir að stjórna lestinni einir.
Heð ofangreindum hætti var fyrsti bryggjuspottinn á
Grandanum reistur. Áður var frá því skýrt, að malar-
hryggur hafði verið hlaðinn upp á sjávarbotni, áður en
fyllt var upp með grjóti. Þessa þurfti þó ekki með á
Grandanum næst landi, þar sem bungulagað rifið var til-
tölulega hátt og myndaði ágæta undirstöðu fyrir grjót-
fyllinguna. Var og þess vegna hægt að hefja uppfyllingu
strax og grjótnámið í öskjuhlíð hófst.
Þegar grjótflutningur í væntanlegan Grandagarð byrj-
aði um vorið, 17. maí, voru aðeins teknir 10 vagnar í lest