Saga - 1973, Page 148
140
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
uð. PIONÉR var á leið frá öskjuhlíðinni með pallvagna
í eftirdragi og vagnarnir hlaðnir stórgrýti. Páll ók eimreið-
inni. Þegar lestin kom að Framnesveginum, lenti hún í kafla
á brautinni, þar sem svellbunki lá milli teinanna og yfir
sporið, og skipti þá engum togum, að hjól eimreiðarinnar
skáru sér óvænt ný spor í svellið, eimvagninn lyftist upp
af teinunum, rann út af réttri braut og lenti þegar á mó-
gröf skammt frá teinunum. Eimreiðin valt á hliðina í mó-
gröfinni, og í fallinu rann bjarg mikið af fremsta pall-
vagninum, lenti á eimreiðinni miðri og sat þar óbifanlegt.
ökumenn hlutu engin meiðsli. Seinlegt var og erfitt að ná
eimreiðinni aftur á réttan kjöl. Einkum varð bjargið til
mikils trafala. Kom mönnum fyrst í hug að bora hnullung-
inn og sundra honum með sprengiefni, en þótti of áhættu-
samt, og varð að kljúfa hann með meitlum.
Þegar mesta nýjabrumið var á járnbrautinni, lék mönn-
um m. a. forvitni á að komast að raun um, hvernig eim-
reiðinni tækist að komast yfir smáa farartálma eða hluti,
sem lagðir voru á teinana, og hvernig hlutirnir yrðu út-
leiknir. Algengt var til dæmis að láta eimreiðarnar fletja
út smámynt, en stórum hlutum, sem lagðir voru á teinana,
hratt eimreiðin á brott með sköfunum, er festar voru á
undirvagninn og lágu þvert yfir brautina rétt ofan við
teinana. Oft gerðu menn sér leik að því að leggja járnkeðju
yfir teinana, en að jafnaði þeyttist hún út af sporinu undan
hjólum eimreiðarinnar.
I eitt skipti gránaði þessi leikur þó svo, að viðkomandi
létu sér ekki nægja að leggja keðjuna lausa á teinana, held-
ur var hún kyrfilega bundin við þá. Sumarmorgun einn
ók Páll Ásmundsson PIONÉR út úr skýlinu við Hafnar-
smiðjuna, tengdi eimreiðina við tóma vagnalestina, sem
stóð á aðalsporinu fyrir utan, og hélt áleiðis að grjótnáminu
við öskjuhlíð. Á miðri leið var skyndilega hörð fyrirstaða
við aflhjólin, og skipti þá engum togum, að hjólin hrukku