Saga - 1973, Page 150
142
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON
Hleðsla Grandagarðs.
GRANDAGARÐUR var eingöngu ætlaður sem skjól-
garður eða brimbrjótur og var hlaðinn íhvolfur undir
brún á vesturhlið. Skipum var ekki lagt undan honum
— með landfestar á garðinum — eins og gert var síðar
við Norðurgarð, enda engin höld á honum fyrir landfestar
skipa. Grandagarður var efst mun breiðari en Norður-
garður og fremsti hluti Ingólfsgarðs. Við endanlega hleðslu
á Grandagarði var gripið til stórvirkra vinnubragða. Lagðir
voru teinar UTAN við járnbrautarsporið á garðinum,
beggja vega, og á þetta spor var settur eins konar há-
reistur pallvagn eða pallgrind með stoðum undir hverju
horni og burðarhjól neðst á stoðunum. Pallurinn var það
hár, að vagnalestin gat runnið undir hann, en þó ekki
eimvagninn. CYCLOP var síðan fluttur ofan úr Skóla-
vörðuholti og settur á pallgrindina. Vél kranans var tengd
við hjól pallgrindarinnar, og gat kraninn þá ekið um
sporið. Síðan var kraninn notaður til þess að taka til-
höggna steina af vagnalestinni og koma þeim fyrir í garð-
inum. Steinar í garðinn voru höggnir í örfirisey, svo og
þeir steinar, sem hlaðnir voru á efsta hluta Norðurgarðs.
Norðurgarður.
Sá meginhluti Norðurgarðs, sem að jafnaði stendur
upp úr sjó, þegar ekki er stórstreymt, er rúmir 3 metrar
á breidd. Á þennan stall var hlaðinn garður úr höggnu
grjóti, mun mjórri, og dregst saman efst í tæplega 90
cm breidd. Við hleðsluna voru steinarnir fluttir frá eynni
með vögnum, sem ýtt var á sporinu, er lá á meginstalh
garðsins. Einnig voru notaðir handknúnir lyftikranar, sem
gengu á járnbrautarsporinu við hleðsluna.
lngólfsgarður.
Lokið var að mestu við hleðslu á Ingólfsgarði, en fremst
á garðinum var komið fyrir hausnum undir innsiglingarvit-